ánægja...

Frétt á mbl.is í gærkvöldi: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/19/unnu_til_verdlauna_i_idngreinum/

Lengi vel var ég ósáttur við ákvörun mína um að hafa ákveðið að taka þátt í Íslandsmóti iðngreina, þá áður en það hófst, það var vegna tímaleysis þ.s. að ég er á fullu á síðustu metrunum vegna skólans o.fl.. Ég hugsaði með mér bara að þetta myndi reddast þegar ég skráði mig...

Mótinu lauk í gær en það stóð yfir frá kl. 9-18 á föstudegi og 9-12 (13) á laugardegi og svo var verðlaunaafhending kl. 16:30.. þ.a. það fóru meira og minna tveir dagar í þetta. Á milli dagana fór ég svo á tónleika með Jagúar... ekki þá til að skemmta mér heldur til að vinna verkefni í skólanum þ.s. að mynda átti t.d. tónleika.. Fyrst vorum við tvö sem ætluðum að mynda þarna en svo bættist við og á endanum komu 6 úr ljósmyndahópnum á þessa tónleika til að mynda og sá sjöundi var þarna líka að skemmta sér... Þó ég hafi ekki farið til að skemmta mér þá var þetta ótrúlega gaman og ég skemmti mér mjög vel... tónlistin frábær og ég var þarna í n.k. trans með myndavélina og tók myndir alla tónleikana og kom ekki heim fyrr en um kl. 3.. Þ.a. það vantaði ekki þreytuna í gærkvöldi eftir þessa tvo daga..

Ég bjóst vel við því að eftir á myndi ég ekki sjá eftir því svo sem að taka þátt í mótinu, eflaust ágætis reynsla og það... En ég verð að éta það ofan í mig að hafa verið ósáttur með að skrá mig, ekki síst eftir að úrslit urðu ljós.. auðvitað voru þau skemmtileg og komu nokkuð á óvart, taldi líkurnar nokkuð jafnar og gerði mér ekki sérstakar vonir. Samt leiðinlegt smá fyrir hin því allir stóðu sig vel.. allir hefðu átt að fá gullpening.. Maður finnur það betur að það er einhvers virði og ákveðinn heiður að vinna svona eftir á.. Gaman samt að allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal og Wacom teikniborð að gjöf (ég á þá þrjú.. - get eflaust skipt og fengið eitthvað sniðugt í staðinn, nema ég fari bara að safna teikniborðum, ekki ólíkt mínu safnaraeðli haha) að auki fékk ég gullpening sem slær stolti í hjarta.

Nú er ég bara þakklátur fyrir þetta allt og lífið heldur áfram sinn gang... tímapressan gífurleg í skólanum þ.s. ég er ekki alveg á nógu góðu róli í verkefnavinnslunni og allt of margt sem ég þarf að gera næstu tvær vikurnar og þá ekki bara í skólanum... Ég er að fara að taka myndir fyrir lokaverkefnið í dag, þarf að treysta á að allt gangi þar eins og í ævintýri... þemað er reyndar "ævintýri".. Töluverð fyrirhöfn þar og því lætur stressið meira á sér kræla þ.s. ég hef eiginlega bara eitt tækifæri... En þetta reddast eins og ég segi svo oft.. Smile Eflaust verður svefn af skornum skammti næstu tvær vikurnar og svo verður þetta bara allt búið.. ótrúlegt hvað þessi skólaganga hefur liðið hratt.. eitt og hálft ár búið bara áður en maður veit af, miklum ánægjukafla sem er að ljúka. Við skólalok þá er það dapurlegast að missa félagsskap frábærra skólafélaga en ég hef kynnst mikið af frábæru fólki, bæði kennurum og nemendum og vonandi eignast einhverja kunningja og vini sem halda sambandi inn í framtíðina... 

framtíðin er björt... 

 


Heilræði dagsins...

Það sem tekur þig mörg ár að byggja upp, gæti einhver eyðilagt á einum degi:

~ Byggðu upp, þrátt fyrir það.

- MT...

Heilræði dagsins...

Njótir þú velgengni munt þú eignast einhverja falska vini og raunverulega óvini:

~ Stefndu að velgengni, þrátt fyrir það. 

- MT...


Heilræði dagsins...

Heiðarleiki og hreinskilni geta gefið höggstað á þér:

~ Vertu heiðarleg(ur) og hreinskilin(n), þrátt fyrir það.

- MT...

Hvurslax?

það er ekkert annað Woundering

bless á meðan...


Hugvekja dagsins...

Manni

Upp rennur aftur nýr
ægifagur dagur skýr.
Ef samtaka við erum öll
forðumst læti og frekjuköll,
leggjumst öll á eitt,
óánægju dagsins getum breytt.

Eins og stóra bókin ber
að best er þeim sem hjálpa sér.
Það eina svarið er,
að ætla að breyta sér.

Vandi er að velja úr
vegum, áttum, regn og skúr.
En ef þið sýnið landsins lýð
ljóð ykkar og hugarsmíð,
hugsjónir, hetjudáð.
Þið hegðið ykkur eins og til var sáð.

Þið engan þurfið ofurmann.
Hann inni býr í brjóstsins rann.
Að einum brunni ber
að breyta verður sér.

Upp rennur annar dagur.
Ykkar eigin samviska.

Bestu þakkir til Vilhjálms Vilhjálmssonar heitins fyrir þessa góðu hugvekju.

orðin eru sterk...


Magaspeglun...

aldrei neitt sérlega spennandi að fara í það, er að fara í slíka í fyrramálið, eins gott að ég sofni þá..Reyndar er meira verið að skoða vélindað þ.s. að aðgerð er framundan eftir skólalok í vor..

Ég fór annars að pæla í hvers vegna er þetta kallað speglun, er þetta ekki meira svona magamyndataka..?Varla koma myndirnar öfugar út hehe...

fastandi...


Hvíta draslið þarna úti...

Er ekki hvíti snjórinn okkar fallegur, svo ferskur eitthvað og rómantískur... aaaahhh..

Fer ekki þetta grádrullusnjódrasl að fara af götunum okkar, er ekki komið nóg af þessum bölvuðu flygsum sem breytast bara í einhverja saltslepju og eyða dýrmætum tíma okkar á morgnana við að fjarlægja hvíta draslið af bílunum okkar!!?...

Dúnmjúkur snjórinn, börn að leik, leggjumst í fönnina og gerum engla...

Lífið snýst um ákvarðanir og oftast er um tvennt að velja og annað þeirra er jákvæðara en hitt, hvort við veljum er okkar ákvörðun.

Ég rakst á þetta hér að neðan á netinu, ansi skondið, þetta er n.k. kveðja eða uppsagnarbréf sem einn “nýbúi” skildi eftir sig og fannst þegar farið var að leita að honum þegar hann mætti ekki í vinnu eftir s.l. mánaðarmót í fyrirtæki einu austur á landi. 

Dagbók innflytjanda/verkamanns á islandi: 

12. Ágúst - Fluttum til Íslands að vinna. Settumst að fyrir austan. Ég er svo spenntur. Það er svo fallegt hérna, fjöllin eru dýrleg. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þau líta út í vetur þegar það fer að snjóa.

14. Október - Ísland er fallegasta land í heimi. Laufin eru öll rauð og appelsínugul. Sáum hreindýr í dag. Þau eru svo falleg. Það er svo kyrrlátt hérna, algjör paradís. Ég ætla sko að búa hérna það sem eftir er.

11. Nóvember - Bráðum byrjar hreindýraveiðitímabilið. Ég get ekki ímyndað mér að einhver vilji drepa þessi fallegu dýr. Vona að það fari að snjóa.
Ég elska þetta land.

15. Nóvember - Það snjóaði í nótt. Þegar ég vaknaði var allt hvítt. Þetta er eins og póstkort. Við fórum út og hreinsuðum snjóinn af tröppunum og mokuðum innkeyrsluna. Fórum í snjóboltaslag (ég vann). Þegar snjóruðningstækið ruddi götuna, þurftum við að moka aftur.
Ég elska Ísland!

22. Nóvember - Meiri snjór í nótt. Snjóruðningstækið lék sama leikinn með innskeyrsluna okkar. Fínt að vera hérna.

15. Desember - Enn meiri snjór í nótt. Komst ekki út úr innkeyrslunni og í vinnuna. Það er fallegt hérna, en ég er orðinn ansi þreyttur á að moka snjó. Helvítis snjóruðningstæki.

22. Desember - Meira af þessu hvíta drasli féll í nótt. Ég er kominn með blöðrur í lófana og illt í bakið af öllu þessu moki. Ég held að gaurinn á snjóruðningstækinu bíði við hornið þar til ég er búinn að moka innkeyrsluna. Helvítis asninn.

24. Desember - Gleðileg Jól, eða þannig! Enn meiri anskotans snjór. Ef ég næ í helvítis fíflið sem keyrir snjóruðningstækið, þá sver ég að ég drep helvítið. Af hverju salta þeir ekki helvítis göturnar hérna meira.

18. Janúar - Meiri hvítur skítur í nótt. Búinn að vera inni í þrjá daga. Bíllinn er fastur undir heilu fjalli af snjó sem fíflið á ruðningstækinu er búinn að ýta að innkeyrslunni okkar. Veðurfræðingurinn spáði 20 cm jafnföllnum snjó næstu nótt. Veistu hvað það eru margar skóflur?

19. Janúar - Helvítis veðurfræðingurinn hafði rangt fyrir sér. Við fengum 35cm af skít í þetta skipti. Ef það heldur svona áfram þá bráðnar þetta draslekki fyrr en um mitt sumar. Snjóruðningstækið festi sig í götunni og helvítis fíflið kom og spurði hvort ég gæti lánað honum skóflu.  Eftir að hafa sagt honum að ég væri búinn að brjóta sex í vetur við að moka í burtu snjónum sem hann ýtti jafnóðum inn í innkeyrsluna, munaði minnstu að ég bryti eina enn á hausnum á honum.

21. janúar - Komst loksins út úr húsi í dag. Fór í búðina að versla og áleiðinni til baka hljóp hreindýr fyrir bílinn. Skemmdir upp á tugi þúsunda. Vildi að þessum kvikindum hefði verið útrýmt síðasta haust.

26. janúar - Fór með bílinn á verkstæði í bænum. Ótrúlegt hvað þetta ryðgar af öllu þessu saltdrasli sem þeir strá á vegina.

30. janúar  - Flutti til Spánar. Skil ekki að nokkur maður með viti skuli vilja búa á skítaskeri eins og Íslandi! 

 

Þegar ég rakst á þetta á netinu og las þá fannst mér þetta alveg þrælfyndið en það vakti mig líka smá til umhugsunar um að við höfum alltaf eitthvað val hvernig við tökum á hlutunum.

Strax þegar við vöknum á morgnana þá getum við valið hvoru megin við förum fram úr rúminu...
Ég reyni að fara alltaf réttu megin fram úr..
Amason 

...Jóla hvað!? 


Ég hoppaði í kvöld...

Ég reyni nú að klikka ekki á þessum hoppmyndum mínum en ég er með það takmark að taka 52 hoppmyndir í sjálfsmyndahoppverkefninu mínu á þessu ári.. þ.e. setja 52 myndir á netið, það hefur ekki gengið vel að koma myndunum á netið en samt ég hef þó hoppað eins og vitleysingur fyrir framan myndavélina í hverri viku það sem af er ári og tæpur var ég í kvöld, ég þarf að hoppa í s.l. fyrir miðnætti hvers mánudags... ég hugleiddi að hætta þessu verkefni í kvöld, gjörsamlega orkulaus og búinn á því þegar ég kom heim úr skólanum rétt fyrir kl. 23, ég kom mér þó út og gerði einhverja skítareddingu á verkefninu sem ég var búinn með hálftíma fyrir miðnætti...

Hvert þó í hoppandi...


Klárast ja-nú-ar senn...

Jæjajæja...

Nú er skólinn byrjaður.. reyndar fyrir nokkuð löngu, ja-nú-ar loks að klárast.. ekki beint frábær mánuður núna.. svo kemur fe-brúar bilið og það vonandi vel yfir í mars.

Hvurslax blogg er þetta? Eintómar staðreyndir, kallast að halda sig á "the safe zone".  Ég ætla að hætta mér aðeins út fyrir það núna og leyfa mér að segja að fe-brúar verði flottur mánuður...

Ja-nú-ar hefur samt einhverja ljósa punkta og einn af þeim helstu er að ná-mið... já ná-mið er mjöööög skemmtilegt og hópurinn sem er í ljósmynduninni er me-gaga fínn - heppinn!

Ég spái frosti og hressilegu lofti á næstu dögum örlítið mun gusta en að mestu verður það meðvindur þannig að ég er bara í góðum málum held ég Joyful

Suðvestanníu...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband