30.6.2008 | 11:23
Vörn gegn þjófnaði á myndum á netinu...
Ég rakst á frábæra nýjung á netinu.. á tineye.com.Þar er hægt að leita að myndum á netinu, s.s. hægt að hlaða inn mynd úr eigin tölvu eða setja inn slóð á myndir og leitarvélin leitar á netinu að myndinni. Niðurstöðurnar sýna svo hvar myndin er vistuð á öllum mögulegum vefsíðum, meira að segja breyttar útgáfur af myndinni. Það er líka hægt að hlaða inn plugin fyrir Firefox þ.a. þá er nóg að hægrismella á myndir á vefsíðum til að leita að viðkomandi mynd...
Þessi leitarvél á eftir að slá í gegn, það kæmi mér ekki á óvert ef Google kaupir hana. Þetta á vafalaust eftir að koma að góðum notum og þá sé ég ekki síst kostinn í því að ef myndum er stolið og notaðar á öðrum vefum, jafnvel til sölu á myndasöluvefum undir öðrum nöfnum, þá er hægt að finna það mjög fljótt. Auðvitað kemur þetta ekki alveg í veg fyrir allan stuld á myndum en mun samt sem áður hafa gífurlega mikla þýðingu til varnar á stuldi á myndum.
Í framhaldi af þessu sé ég fyrir mér sjálfvirkan hugbúnað þ.s. maður getur merkt myndirnar sínar sem maður setur á netið þ.a. í hvert sinn sem merktu myndirnar birtast á öðrum stað á netinu þá fær maður meldingu með tölvupósti.. n.k. "RSS feed"/áskrift sem leitar sjálfvirkt reglulega því maður leitar kannski ekki að öllum sínum myndum reglulega. Þetta verður þá hægt að gera líka við hvaða aðrar myndir sem er ef maður vill fylgjast með einhverju, t.d. einhverju fréttnæmu. Annar góður möguleiki væri að geta leitað að öllum myndum sínum í ákveðinni grúppu og fá niðurstöður m.v. dagsetningu fyrir allar myndir svo að það þurfi ekki að leita að einni mynd í einu, t.d. leita að nýjum staðsetningum frá síðustu leit eða síðasta mánuðinn t.d.
Það er ótrúlega algengt að myndum er stolið á netinu, jafnvel settar til sölu undir nafni þjófanna á öðrum vefum á opinberum vefum í von um að höfundurinn rekist ekki á það fyrir tilviljun... Meira að segja hefur það gerst hér á landi nokkuð oft að íslenskir miðlar hafa stolið myndum af netinu og notað í auglýsingar og fréttir.. Þegar svona leitarvél kemst í gagnið þá draga þessir óprútnu aðilar vonandi verulega úr þessum þjófnaði...
Eflaust verður nóg að gera hjá lögfræðingum með svona myndstuldi, það munu væntanlega einhverjir sérhæfa sig í þessu.. kannski ekki hér á landi en í stærri löndum a.m.k...
Helsti gallinn sem ég sé við þetta er að ef einhver ætlar að stela mynd til að prenta og er að leita að ákveðinni mynd sem hann hefur fundið í lélegri upplausn á netinu þá á hann auðveldara með að finna myndina í hærri upplausn ef hún er vistuð einhversstaðar þannig á netinu.
Það góða við þetta er að þessi leitarvél er eldsnögg, eins og bara textaleit með Google.
Það er hægt að byrja að nota þetta strax með því að senda þeim tölvupóstfangið og kannski 1-3 dögum síðar fær maður sendan tölvupóst til baka með aðgangsupplýsingum.
Skoðið kynningarmyndbandið á www.tineye.com og skráið ykkur á þetta...
tineye.com...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2008 | 14:36
Álfadís með marga vængi...
Þetta er nú moment sem má ekki gleymast.. Aron minn var úti rétt í þessu og kom hlaupandi inn.. eins og hann væri hræddur en samt brosandi á svipinn, hélt að sér höndum með kreppta hnefa.. Ég spurði, "við hvað ertu hræddur Aron?" Hann sagði þá í smá æsingi "Það er Álfadís úti með marga vængi!" (á sínu eigin tungumáli).. Þetta fannst mér alveg svakalega sniðugt, bað hann um að fara með mér út og sýna mér álfadísina.. Þegar við komum út þá fann hann hana ekki og sagði að hún væri bara farin.. Hann sagði að hún væri bara lítil þegar ég spurði hvað hún væri stór.. Hvað veit maður hvað hann sá, mér finnst þetta ekkert smá skemmtilegt!
Frábært gullkorn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 12:03
Ljósmyndasýning...
Sýning útskriftarnema í ljósmyndun frá Iðnskólanum í Reykjavík á lokaverkefnum sínum stendur nú yfir. Sýningin verður tekin niður n.k. mánudagskvöld. Þema sýningarinnar er "ævintýri".Sýningin er á 1. hæð Kringlunnar á torginu fyrir framan Dressmann og fleiri verslanir.
síðustu dagar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2008 | 23:45
Endasprettur...
Vá hvað ég skulda orðið líkamanum mikið, hann þarf hvíld og sú verksmiðja þarf að stöðvast um tíma, slökkva ljósin og ná að kólna..
Er á fullu í endasprettinum í skólanum, mikið eftir en smám saman minnkar það. Er t.d. núna í skólanum og búinn að vera frá hádegi, stefnir í að ég verði eins lengi og mér gefst kostur eða til kl. 2 í nótt. Er að vinna í skilamöppu og það gengur... jájá.. bara allt í lagi.
Í gríni höfum við í ljósmyndahópnum talað um að svefn sé fyrir aumingja.. en já.. mikið meira svona án hans gerir mann kannski frekar að aumingja hehe.. gaman samt þegar þetta verður búið og samt líka gaman að klára hvern dag, þetta er gaman. Sýning okkar útskriftarnema í ljósmyndun á lokaverkefnum okkar opnar á fimmtudaginn, ég er búinn að vera að berjast við það að velja mitt efni á það síðustu daga og fá prentun sem ég er sáttur við.. það kom í dag, mikill léttir.. kíki á innrammarann í fyrramálið, já sunnudagsmorgunn... ...og sólin hún situr við borðið... :-)
Áfram með smjörið.. bara rúmir 2 tímar í heimferð..
í skólanum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2008 | 14:30
Talnaspeki...
Í slökun minni á milli þess sem ég vann í verkefnum í náminu í gær þá fór ég á vefsíðuna www.123numerology.com sem snýst um talnaspeki.. þar pikkaði ég inn fæðingardag minn og nafn til að fá niðurstöður út frá tölunum mínum. ég fékk svo sendan tölvupóst með lesningu í mínar tölur.. margt sem mér finnst passa en sumt er bara "what!?"..
Þetta er svolítið langt og í þremur hlutum:
Soul Urge: 6 (What you desire to be, to have, and to do in your life)
Expession: 11 (Your potentional natural talents and abilities)
Life Path: 8
Læt nægja að setja inn eitt hér í dag, hitt tvennt kemur þá inn næstu daga..
Arnar, your Soul Urge of 6 ...
What You Desire To Be, To Have, and To Do In Your Life
Your soul urge is to nurture and take care of others. You love people and believe the greatest expression of your inner divinity is through teaching and guidance. Many of you are very maternal or paternal at an early age and are often regulated, by default to the role of advisor or therapist in your social life.
Unfortunately your willingness to take on other people's burdens threatens your romantic relationships. This is because you are often perceived as a friend or a helper rather than as an object of desire. The result is that many sixes end up with broken hearts simply because others simply could not recognize their empathy as being an expression of love and desire.
Part of your challenge in life is to learn how to make yourself more sexually attractive to others. Often this means learning the brutal rules of the game of love, which in courtship often mean practicing a certain kinds of power plays and being mysterious. The mistake that you often make is letting yourself be too available to the person you are trying to attract. As the object of desire realizes that you are willing to be there for them no matter what, they take it for granted that you will settle for less. It is often a six who will spend a year comforting someone they are attracted to in the hopes the person will recognize their good heart, only to be dismayed when they are thanked for all their kind support and the person moves onto a romance with someone else.
Your candidness and forthright manner is also a drawback romantically as others are turned off by your dogmatic approach. As you tend to discuss everything about yourself with a member of the opposite sex, there is little mysterious or sexy about you. Spilling your guts does not help you professionally either, as it encourages others to steal your ideals. Part of your inner struggle might be fighting your urge to connect so intimately with every single person you meet. One way to combat this is to make an effort to be a little more stand offish and play your cards close to your chest, especially when it comes to romance.
As you are a very sensitive and compassionate person you tend to take things very personally. When others let you down you have a tendency to retreat from society and nurse your wounds. Often when a six decides to play the victim in a relationship he or she is met with very little sympathy or help. This is ironic as sixes are so eager to help others and comfort them when they are down and out. The cosmos presents you with this type of situation so that you are forced to heal yourself with the same type of focus and devotion that you use to heal others.
If you feel yourself succumbing to a tendency to isolate yourself or find yourself succumbing to addiction or depression your best course of action is to forget about yourself entirely and go out and make an effort to help someone less fortunate than you. This teaches you to be helpful to people you are not attracted to as sixes have a way of only making themselves useful to individuals that they find attractive or desire.
The very highest calling of your soul urge number is to renounce sex and relationships altogether and devote your life to a religious or spiritual practice.
Hér er slóðin ef einhver hefur áhuga á að fá ókeypis lesningu: www.123numerology.com
meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2008 | 14:21
Athugasemdir...
það er alltaf gaman að fá athugasemdir við bloggfærslur... hef varla undan að lesa..
uuuuhh.... tjáðu þig! Gaman að sjá þegar einhver kíkir við..
din da da, do do do...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2008 | 01:44
Heilræði dagsins...
Þótt þú gefir heiminum það besta sem þú sem þú átt, verður það aldrei nóg:

~ Haltu áfram að gefa heiminum það besta sem þú átt, þrátt fyrir það.
- MT...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 01:30
strumpaópal...
...og þegar sinnepsstrákurinn kom og sá alla litlu lakkrísbitana þá varð hann bara að fá sér strumpaópal.. lakkrísbitarnir urðu skelfingu lostnir, "ekki vini okkar, ekki vini okkar".. sinnepsstrákurinn hló bara og opnaði annan pakka af strumpaópali.. lakkrísbitarnir ákváðu þá að hoppa eins og þeir gátu... þeir hoppuðu og hoppuðu en alltaf hélt sinnepsstrákurinn að háma í sig strumpaópalið.. lakkrísbitarnir voru orðnir svo kramdir af öllu hoppinu og sumir fastir við borðið.. þá sagði sinnepsstrákurinn "ég sá svakalega ljótan trékassa úti".. þá fóru allir lakkrísbitarnir að hlæja og allir urðu vinir...
allt er gott sem er nammi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 02:48
Heilræði dagsins...
Það góða sem þú gerir í dag, gleymir fólk oft á morgun: 

~ Haltu áfram að gera góðverk, þrátt fyrir það.
- MT...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 00:35
Heilræði dagsins...
Ef þú sýnir öðrum góðvild, mun fólk hugsanlega ásaka þig um sjálfselsku og annarlegar hvatir:
~ Sýndu öðrum góðvild, þrátt fyrir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)