Endasprettur...

Vá hvað ég skulda orðið líkamanum mikið, hann þarf hvíld og sú verksmiðja þarf að stöðvast um tíma, slökkva ljósin og ná að kólna..

Er á fullu í endasprettinum í skólanum, mikið eftir en smám saman minnkar það. Er t.d. núna í skólanum og búinn að vera frá hádegi, stefnir í að ég verði eins lengi og mér gefst kostur eða til kl. 2 í nótt. Er að vinna í skilamöppu og það gengur... jájá.. bara allt í lagi. 

Í gríni höfum við í ljósmyndahópnum talað um að svefn sé fyrir aumingja.. en já.. mikið meira svona án hans gerir mann kannski frekar að aumingja hehe.. gaman samt þegar þetta verður búið og samt líka gaman að klára hvern dag, þetta er gaman. Sýning okkar útskriftarnema í ljósmyndun á lokaverkefnum okkar opnar á fimmtudaginn, ég er búinn að vera að berjast við það að velja mitt efni á það síðustu daga og fá prentun sem ég er sáttur við.. það kom í dag, mikill léttir.. kíki á innrammarann í fyrramálið, já sunnudagsmorgunn...Shocking ...og sólin hún situr við borðið... :-)

Áfram með smjörið.. bara rúmir 2 tímar í heimferð..

í skólanum... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Það er nú gott að leggja sig aðeins og hvíla sig vel á eftir 

 Hvar verður þessi sýning?

Þú getur kíkt á videoið á minni síðu, það er aftur komið inn. 

steinimagg, 4.5.2008 kl. 01:29

2 identicon

Já, ég spyr líka. Hvar verður þessi sýning? Verður hún ekki alveg örugglega opin öllum?  :-)

Andri Már (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 10:54

3 Smámynd: Amason

Ég sendi út rafrænt boðskort á morgun... Annars verður sýningin gaaaaalopin öllum á góðum stað í Kringlunni.. :-D

Amason, 4.5.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband