Nýju bankarnir fengu 45% afslátt af útlánum


Í tengslum við dóm hæstaréttar og þennan "mikla skell" bankanna hef ég ekki heyrt tekinn inn í dæmið þann mikla afslátt sem nýju bankarnir fengu af útlánum gömlu bankanna sem mér skilst að hafi verið 45% afsláttur.

Ef þeir fengu 45% afslátt af öllum útlánum og gengistryggð lán eru t.d. 25-35% af öllum útlánum og heildarleiðréttingin verður 40-50% á gengistryggðu lánunum þá sé ég ekki að "leiðréttingin" geti sett bankana á hausinn. M.v. þessar ágiskanir mínar á forsendunum þá þýðir þetta að 10-20% af 45% afslættinum fari í þessar "leiðréttingar". Nýju bankarnir eru að mala gull og standa mjög vel en þetta þýðir ekki hrun, bara minni gróði. Spurning hvort Gylfi sé að vinna fyrir nýju eigendur bankanna í staðinn fyrir þjóðina. Eru ekki líka eigendur bankanna aðallega fjársterk útlensk félög? Hvers vegna ætti ríkissjóður þá að styrkja útlensk félög eins og Gylfi viðskiptaráðherra nefndi að mögulega þyrfti að koma til?

Þetta segja bankarnir á sínum vefum í yfirlýsingum vegna dómsins:

Íslandsbanki:
"Bankinn vill árétta að þrátt fyrir dómsniðurstöður Hæstaréttar hefur bankinn sterka eiginfjárstöðu og uppfyllir eftir sem áður eiginfjárkröfur FME."

Arion banki:
"Ljóst er að niðurstaða í þessu máli mun ekki hafa nein áhrif á stöðu bankans."

Landsbankinn:
"...staða Landsbankans er eftir sem áður sterk."

Stóru bankarnir þrír þurfa þá varla ríkisframlag eða eru þeir að ljúga? Er þetta hræðsluáróður hjá seðlabankastjóra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra o.fl.? Stormur í mjólkurtanki?

Lausnirnar sem einstaklingum og fyrirtækjum hefur verið boðið, með 25% "niðurfellingum" á gengistryggðum lánum, eru settar upp með hærri vöxtum og vísitölutryggingu þannig að bankarnir koma ekki verr út úr þeim lausnum þegar á heildina er litið því þegar allt er á botninn hvolft eru bankarnir í rífandi business og ekki að hugsa um hag viðskiptavina sinna nr. 1, því hagur bankanna og eigendanna kemur nr. 1, 2 og 3!

Svo fatta ég ekki alveg aðkomu kennarasamtakanna að málinu, eða hún var a.m.k. nefnd í þessari frétt, á kannski að kenna ríkisstjórninni og íslenska fjármálaheiminum lexíu? :-)


mbl.is Upplýstir um stöðu mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Ingi Sverrisson

Er þetta fólk vitfyirrt, sorry en ég held að þetta fólk ætti að vera í geimstöðinni Mýr.

Nú skulum við koma niður á jörðina. Fólki blæðir hvort sem það er með lán tengt einhverju gengi eða með verðtryggð lán. Tökum höndum saman stokkum upp stjónkerfið sem er rotið og hefur ekkert breyst, rekum stjórnsýslumenn sem eru fastir í gömlum förum- setjum þá á atvinnuleysirbætur í alllangan tíma.

Það verður að laga þessi ólöglöglegu gengislán og að sama skapi verðtryggð lán. það vita allir sem vilja vita að áhrif ólöglegru lánin hafa áhrif á verðgryggingu.

Þetta er auðvitað orðin sama mafían og var hér fyrr, hugsar fyrst og fremst um eigið rassgat og aðra opinbera starfsmenn. Hafi þeir ekki fattað það. Þá verða aurar ekki til í ríkiskassanum.

Sævar Ingi Sverrisson, 25.6.2010 kl. 00:23

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Seint verða Jóhrannar og Nágrímur í geimstöð sem heitir "vinur", þau stefna nebblega hraðbyr í messu í helvíti Húsavíkur-Jóns.

Óskar Guðmundsson, 25.6.2010 kl. 09:40

3 Smámynd: Tína

Hræðsluáróður er að mínu viti það eina sem þessi ríkisstjórn er fær um. Hún hefur viðhaldið slíku frá upphafi. Byrjaði á því sem kynni að gerast ef Davíð færi ekki úr Seðlabankanum. Þau hafa verið óstöðvandi síðan.

Tína, 25.6.2010 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband