Álfadís með marga vængi...

Þetta er nú moment sem má ekki gleymast.. Aron minn var úti rétt í þessu og kom hlaupandi inn.. eins og hann væri hræddur en samt brosandi á svipinn, hélt að sér höndum með kreppta hnefa.. Ég spurði, "við hvað ertu hræddur Aron?" Hann sagði þá í smá æsingi "Það er Álfadís úti með marga vængi!" (á sínu eigin tungumáli).. Þetta fannst mér alveg svakalega sniðugt, bað hann um að fara með mér út og sýna mér álfadísina.. Þegar við komum út þá fann hann hana ekki og sagði að hún væri bara farin.. Hann sagði að hún væri bara lítil þegar ég spurði hvað hún væri stór.. Hvað veit maður hvað hann sá, mér finnst þetta ekkert smá skemmtilegt!

 Frábært gullkorn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að maður þurfi einmitt að safna saman öllum svona frösum sem börnin segja og setja í bók. Svona gullkorn eru alveg æðisleg.

Andri Már (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband