Laddi 6-tugur...

Hvað!? hvers vegna ertu hérna? Hvaðan komstu eiginlega...?

Ég var á sýningunni hans Ladda í Borgarleikhúsinu í kvöld.. "Laddi 6-tugur". það var bara þrælgaman.. Samt meira gaman eftir hlé.. Laddi er góður sem Bubbi, nær honum bara þrælvel, líklega of vel fyrir Bubba sjálfan þ.s. að Bubbi hefur held ég sagt að Hjálmar Hjálmarsson nái sér best.. Hjálmar er góður en ekki eins góður og Laddi að mínu mati.. Meiri sannleikur hjá Ladda. Þarna tekur Laddi hann lengra, þeir sem fóru á 06.06.06 tónleikana í fyrra ættu að sjá það sérstaklega vel hvað Laddi nær honum vel, ekki bara gervi og rödd heldur allur pakkinn! En a.m.k... engin eftirsjá að hafa farið á sýninguna hans Ladda.. hláturinn lengir lífið.. Hann á ótrúlega mikla hlutdeild í húmorssögu Íslands.. Fálkaorðuna handa Ladda!

Þesshi fallejgi dagurrr....


Afmæli...

27. maí voru 35 ár liðin frá fæðingu Sigurrósar
26. júní voru 10 ár liðin frá fæðingu Örnu Rósar Hall
8. júlí voru 14 ár liðin frá því að ég opnaði fyrirtækið mitt fyrst uppi á Skaga
10. júlí voru 19 ár liðin frá því að við Sigurrós byrjuðum saman
11. júlí voru 9 ár liðin frá brúðkaupi okkar Sigurrósar
     sama dag voru Hvalfjarðargöngin opnuð "í tilefni brúðkaupsins" - ég keyrði fyrsta 
     brúðkaupsbílinn í gegnum göngin með skröltandi dósirnar svo glumdi vel í göngunum...
17. júlí voru 4 ár liðin frá fæðingu Arons Andra Hall
     sama dag voru teikningarnar af húsinu okkar samþykktar
og í dag... 19. júlí eru 36 ár liðin frá fæðingu minni..!
     og ég fékk líterinn af bensíni á 112,80 á hjá Atlantsolíu í tilefni dagsins, takk fyrir mig! Tounge

Til hamingju við!
Þá er afmælishrynunni lokið í bili.. Við öll búin að eiga afmæli...

...og enn eitt árið rúllar af stað!


Það þarf breytingar - hverjar?

Þetta var ömurlegt slys, enn eitt ofsaakstursdæmið og með það í huga hversu þröngar aðstæður eru þarna og blindhorn þá skilur maður ekki alveg hvernig fólki dettur í hug að stunda kappakstur þarna..

En hvað er hægt að gera til forvarnar..? Væri t.d. vitlaust að takmarka orkuna sem yngstu ökumennirnir hafa undir húddinu? Að leyfa t.d. fólki innan við 23ja ára ekki að eiga og keyra aflmikla bíla og eftir þann aldur þegar fólk er staðið að miklum hraðaakstri að þá verði réttindi til að keyra aflmikla bíla tekin af þeim í ákveðinn tíma, t.d. í eitt ár... mega bara þá keyra aflminni bíla eins og yngstu ökumennirnir næsta árið... bara hugmynd.

Þetta bílhræ þarna virðist a.m.k. vera aflmikil Impreza af myndinni í fréttinni að dæma og ég tel að einmitt yngstu ökumennirnir hafi ekkert með það að gera að eiga eða keyra mjög aflmikla bíla.. fáar ástæður til þess aðrar en að geta gefið í...  bara svipað og með radarvara sem er óskiljanlegt að eru löglegir.. Allt í lagi að kaupa aflminni bíla og setja bara spoilerakit á þá.. ef lookið er málið..  Það er bara töff.. en það er ekkert töff að keyra sjálfan sig og vini sína í klessu og að allir þurfa að eiga við það alla ævina..

Vonandi nær þetta unga fólk sæmilegri heilsu aftur, þetta hljóta að vera erfiðir tímar fyrir þau og fjölskyldur þeirra.. það má ekki gleyma því, mistökin eru til að læra af þeim..


mbl.is Þungt haldin eftir umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Freistingar..freistingar...

Maður getur alveg skilið freistinguna að stíga smá á pedalann ef manni gæfist færi á að setjast undir stýri á svona tryllitæki... en samt, ég held að í svona farartæki þá yrði maður að standast freistinguna og stíga ofurvarlega á pedalann... Þetta hlýtur að vera mikið áfall fyrir gaurinn sem stóðst ekki freistinguna og skiljanlega þarf hann á áfallahjálp að halda eftir þetta óhapp... Vonandi læra aðrir á þessu og ekki síst þessi sem tjónaði þetta tryllitæki...

Þessu smá skylt þá var ekki alls fyrir löngu uppi hugmyndir um að setja takmörk á afl bíla sem yngstu ökumennirnir mega setjast undir stýri í... mér skilst að það tíðkist í einhverjum norðurlöndunum og jafnvel víðar en mér finnst þetta bráðsnjöll hugmynd... Þetta á alveg eins rétt á sér og eiginlega ekkert síður en að meiraprófsaldurinn sé hærri.  Jafnvel mætti þrepaskipta þessu, t.d. 17-20 ára, 21-25 ára og svo 26 ára og eldri... Ég hefði vel sætt mig við það þegar ég var á þessum aldri enda stílaði ég þá inn á sparneytni fyrst og fremst, meðal þriggja fyrstu bíla minna voru tveir Daihatsu Charade.. reyndar fékk ég mér svona meðalorkumikinn Civic ESi þegar ég var 21 árs og var það líka bara meiri en nóg orka... Ég er ekki viss um að einn jafnaldri minn, vinur og frændi hefði verið mjög sáttur við einhver orkutakmörk þá, hans aðalástríða var að eiga þvílík tryllitæki sem kæmust sem fljótast í hundraðið og gekk meira að segja svo langt að taka varadekkið úr bíl til að reyna að vera sneggri...  Hann tók út mikla útrás fyrstu skírteinisárin sín og átti 2-3 brjáluð Mustang dýr og náði að hálfpartinn rústa einu þeirra... Svo allt í einu þegar hann var aðeins eldri þá gíraði hann sig svakalega niður og fékk sér Charade og keyrði á 80km hraða úti á þjóðvegum... það segir sitt um þroskann hjá okkur mannkyninu... sama hvað hver segir þá er maður líklegri til að taka sénsa og keyra eins og vitleysingur fyrstu bílprófsárin en þegar maður verður eldri... þó svo að það sé ekki algild regla en þó eru líkurnar þannig að svona lög ættu fyllilega rétt á sér... Ég er ekki að segja að ég hafi verið alsaklaus en samt náði ég oftast að hemja mig meira en margir aðrir... Ég fékk reyndar ágæta útrás með því að kaupa mér gamla Daihatsu Charmant druslu eins og vinir mínir í sveitinni áttu líka, annar þeirra áðurnefndur Mustangeigandi, og við vorum að rallast á utanvegaslóðum á þessu eitt sumarið og var mikið fjör og gaman...
Undanfarin 1-2 ár hef ég reynt að bæta mig meira í umferðinni, reyni að vera umburðarlyndari gagnvart öðrum og slaka meira á... þó það gangi kannski ekki alltaf þá hef ég náð einhverjum árangri með þetta... að vísu afrekaði ég þá skömm að fá á mig hraðasekt í vor, sennilega þá fyrstu í 10-12 ár.. þá var ég sektaður fyrir að vera á 76km hraða á Milklubrautinni þegar ég fór yfir gatnamótin yfir Kringlumýrarbraut... Myndavélar höfðu þá verið settar upp á nokkrum stöðum, bara held ég daginn áður, þ.a. meira er nú af þeim en áður... það er bara gott mál... Það voru líka fleiri en ég sem fengu flassið framan í sig á sama tíma á þessum gatnamótum þ.s. umferðin var á þessum hraða þarna en þarna er 60km hámarkshraði... Eitt af því sem hefur kannski pirrað mig mest er þegar umferðin gengur nokkuð hægt og sá sem er lengst til vinstri keyrir hægar en hinar akgreinarnar, sérstaklega áberandi stundum þ.s. hámarkshraði er 80 og bílar keyra um á 60-70... það getur verið pirrandi og mér algjörlega óskiljandi hvers vegna fólk gerir þetta þ.s. það er af og til talað um þetta í fjölmiðlum... Ég myndi styðja það að sett verði upp skilti við akbrautir þ.s. 2 eða fleiri akreinar eru í sömu átt þ.s. bent er á að vinstri akreinar eru ætlaðar til framúraksturs og hægari umferð er þá alltaf til hægri...  Þó ég keyri mikið á vinstri akreinum og fylgi stundum hraðari umferðinni þá flokka ég mig ekki sem neinn glanna og er alls ekki frekur í umferðinni.. umburðarlyndið vegna aksturslags annarra er kannski það sem mætti bæta aðeins (án þess að það sé að bitna á öðrum en sjálfum mér) en ég er að vinna í því...

Keyrum varlega...


mbl.is Missti stjórn á 500 hestafla ofursportbíl sem endaði á umferðarskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoltur pabbi...

Við Sigurrós fórum í foreldraviðtal í síðustu viku með Örnu Rós í skólann hennar, hún var að klára 4. bekk.  Hún er að standa sig alveg rosalega vel og er t.d. meðal þeirra fljótustu í sínum árgangi í lestri enda hefur hún æft lestur vel og les af áhuga.. og eins og síðast er hún ein fárra sem fékk fullt hús stiga fyrir þemaverkefni vetursins og mjög góða umsögn kennara fyrir hversu stillt hún er og vinnusöm í náminu.  Þetta veit þá bara á gott fyrir framtíðina... Það er alltaf jafn ánægjulegt að fara með henni í foreldraviðtal í lok annar þ.s. hún stendur sig svo vel og við erum stoltið eitt...

Svo fórum við á fund vegna tölörðugleika Arons Andra þ.s. það var verið að meta hann og hvað eigi að gera.  Við vorum 6 á þessum fundi.  Hann er á biðlista hjá Talþjálfun Reykjavíkur, biðtíminn þar er fáránlega langur eða heilt ár... Það er allt of langur biðtími fyrir barn á þessum aldri þ.s. þetta er svo krítískur aldur upp á mótun barnsins fyrir framtíðina, heilt ár fyrir barn sem er 3-4ra ára er svakalegt... Arna Rós átti líka við svipað vandamál að stríða og fór í talþjálfun, hún fékk líka stuðning í leikskólanum þ.s. hún var í málörvunarhóp, eitthvað sem vantar nánast alveg í leikskólanum hjá Aroni Andra í Maríuborg. Það er alveg fáránlegt að hann/við fáum ekki þjónustu sem við eigum rétt á... Það er alltaf bara talað um manneklu en ég bara spyr, er stöðugt verið að reyna að ráða fólk, ég einhvern veginn efast um að það sé lögð nægilega mikil áhersla á það.  Þegar við foreldrarnir erum að koma heim með hann eftir kl. 17:30 á daginn þá er hann orðinn þreyttur.. besti tíminn er á morgnana eða a.m.k. fyrr um daginn fyrir svona málörvun.. Þ.a. það er gífurlega mikilvægt að hann fái þessa þjónustu í leikskólanum en því miður er eins og það sé bara lítið sem ekkert gert til að bæta úr því...  Það eru sennilega einhverjir 7-8 mánuðir þar til hann kemst að í talþjálfuninni en það er möguleiki að hann fái aðstoð frá... ahhh, man ekki hvað þetta heitir.. eitthvað sem er veitt í hverju hverfi.. en hann kemur víst ekki alveg nógu illa út tölulega séð til að vera í forgangi þar en umsókn verður þó send inn og við bentum þeim á að það þýðir ekki alltaf að horfa bara í einhverjar tölur... Hann hefur einangrast mikið í leikskólanum, hann leikur sér bara einn og á enga vini og það er farið að há honum andlega að ná ekki sambandi við önnur börn vegna talörðugleika... hann er orðinn nógu gamall til þess tæplega 4ra ára.  Skilningur og vitsmunaþroski er eðlilegur en það vantar bara að hann nái að tala þannig að hann sé nægilega skiljanlegur... Hann tekur þó stöðugt framförum og mestu framfarirnar hafa verið núna frá áramótum þ.s. hann rétt svo sagði eitt og eitt skiljanlegt orð um síðustu jól en getur tjáð sig í lengri setningum núna þótt það sé oftast illa skiljanlegt...  Hann er vel yfir meðallagi í þroska hvað varðar sjónrænan skilning, fer létt með flókin púsluspil svo létt að þau sem voru að meta hann bara göptu.. Þær sögðu líka að hann bræddi mann með persónutöfrum sínum, hann er algjör dúlli og ég er mjög stoltur af honum... Það sem hefur bjargað honum er að hann er mjög kátur og léttur í lund, oft stríðinn og glottir þá mikið, stríðnissvipurinn skín oft af honum..  Hann brosir mikið enda kalla ég hann stundum broskallinn minn... Smile

 

Hvar/hvað væri maður án barna sinna...


"Hvar í andskotanum er Borat?"...

Ég rakst á þetta á YouTube... Ég mæli með að það sé horft á þetta til enda...

Sjæks hvað þetta er skelfilegt... ég var við það að springa stundum þegar ég horfði á þetta... Ég hélt í smá stund að þetta væri einhver brandari... enskan ekki alltaf alveg að gera sig...
Ég renndi yfir kommentin þegar ég var búinn að horfa á þetta TIL ENDA og gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég las t.d. þetta:
"hahaha eftir þetta halda þeir sem ekki til Íslands þekkja að forsetinn búi úti á sjó"
og
"Hvar í anskotanum er Borat?"
Hér er tengill beint á myndbandið á YouTube þ.s. hægt er að lesa öll kommentin... :
Ææ... þetta er eins og síðasta markið í 5-0 tapinu gegn Svíum... s.s. frekar slæm landkynning og í þessu tilfelli er þetta kannski frekar "landfæla". Auðvitað ánægjulegt þegar fólk reynir að kynna land og þjóð en samt... ekki svona!
adjööö...

Áhugaverðasta mannlífsmyndin afhent...

Í gær fór fram afhending vinningsmyndarinnar á ljósmyndasýningunni í ráðhúsinu þegar henni lauk í gær.  17 ára Akureyringur, Aron Ingi Hansen, hlaut myndina mína í vinning.  Það er hægt að sjá umfjöllun og mynd frá afhendingunni á www.fokusfelag.is.
Til hamingju Aron og njóttu vel...

gaman...


Brottför...

Það var sett inn frétt á www.fokusfelag.is um úrslit kosningarinnar sem ég talaði um í síðustu færslu.  Óskað var eftir smá frásögn um tilurð myndar minnar, Brottför. Eftirfarandi skrifaði ég í tilefni þess:

 

Í febrúar s.l. fór ég og Fókusfélagarnir Hákon Ágústsson og Pálmi Guðmundsson á smá ljósmyndarúnt um Reykjanesið.  Við stoppuðum m.a. í Krýsuvík, á hverasvæðinu.  Mér fannst bakgrunnurinn þarna henta vel fyrir svona "hopptöku".  Hákon og Pálmi röltu um hverasvæðið og mynduðu en á meðan var ég bara þarna og eyddi smá tíma í hopptökur.

Í nokkur ár hef ég tekið töluvert af sjálfsmyndum af mér hoppandi, í lausu lofti. Ég hef líka tekið myndir af öðrum hoppandi.  Ég reyni að taka svona myndir í flestum ljósmyndaferðum sem ég fer í og það er aldrei að vita nema að ég setji saman seríu á sýningu með einhverjum af þessum myndum í framtíðinni.  Eftir að ég lenti í bílslysi fyrir rúmum 2 árum þá reynir mun meira á mig við þessi hopp en áður, dæmi eru um að ég hef verið í einhverja daga að jafna mig eftir þessar blessuðu hoppmyndatökur mínar... en oftast finnst mér það alveg þess virði. Fyrir mér þá er eflaust dýpri merking í þessum hoppmyndum en þær líta út fyrir að hafa.  Út úr þeim má túlka ákveðið frelsi, lífsnautn og jafnvel óvissu.

Ég valdi titilinn "Brottför" fyrir þessa mynd, ég vildi láta líta út fyrir að ég væri að svífa á loft, ekki að hoppa, eins og ég væri að fara eitthvað, gufan allt í kring fannst mér vera eins og reykjarmökkur, álíka og kemur frá skotflaugum.  Eftir á þá tók ég eftir þotunni á himninum en staðsetning hennar var skemmtileg tilviljun. Mér finnst titillinn "Brottför" veita áhorfandanum gott svigrúm til að spyrja spurninga, táknar brottförin nýtt upphaf í lífinu, huglægt ferðalag eða eitthvað annað? "Hvert er hann að fara?". Mér finnst gaman þegar áhorfandinn getur upphugsað eigin sögu í tengslum við myndir. Sá sem gerir myndir þarf ekki alltaf að leggja söguna augljóst fyrir áhorfandann, þannig hefur myndin ekki eins mikla möguleika og áhorfstíminn verður þá væntanlega styttri og myndirnar þá kannski ekki eins áhugaverðar sem þýðir samt sem áður ekki að það séu slæmar myndir, þær falla þá frekar undir það að flokkast sem falleg skreyting. Myndir sem hafa svona möguleika á að áhorfandinn upphugsi eigin sögur og jafnvel mismunandi sögu í hvert skipti sem hann horfir á myndina flokkast þá meira sem afþreyingamyndir en geta auðvitað haft skreytingagildi í leiðinni.

 

húbba, húbba hopp...


Áhugaverðasta mannlífsmyndin...

Brottför

Ég er með eina mynd á ljósmyndasýningunni "Mannlíf í Fókus" sem stendur nú yfir fram til  sunnudags í Tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur.  Á sýningunni var leikur í gangi þar sem að gestir sýningarinnar völdu áhugaverðustu mynd sýningarinnar og áttu um leið möguleika á að vinna mynd.  Fylla þurfti út litla þátttökumiða, skrifa heiti myndar, nafn sýnanda ásamt nafni þess sem gaf atkvæðið. 
Í gær, 28. maí, mættu svo þátttakendur sýningarinnar í sýningarsal ráðhúss Reykjavíkur.   Miðarnir í leiknum voru settir í einn pott og var einn miði dreginn úr pottinum og fær sá sem fyllti út miðann eina  mynd af sýningunni í vinning og var ákveðið að hann fengi mína mynd, enda við hæfi en sá sem var dreginn út valdi einmitt mína mynd sem áhugaverðustu myndina. 
Svo voru öll atkvæðin flokkuð niður og talin. Alls eru rúmlega 100 myndir frá 28 sýnendum á sýningunni og voru nálægt 700 atkvæði gefin. Dreifðust atkvæði nokkuð vel en allir sýnendur fengu atkvæði.  Ég er með eina mynd á sýningunni og gerði mér engar vonir um að hún yrði fyrir valinu þ.s. að mér fannst sjálfum aðrar myndir áhugaverðari mannlífsmyndir en spurt var um hver áhugaverðasta mannlífsmyndin er á sýningunni, fyrir utan það þá var mín mynd ekki uppi á opnunardegi sýningarinnar þegar stór hluti þeirra sem kusu skiluðu sínu atkvæði í kassann.  Það kom mér því virkilega á óvart að mín mynd var valin sú áhugaverðasta og það með nokkrum yfirburðum, hún hlaut 78 atkvæði og svo komu þrælfínar myndir í 2. sæti frá Pálma Bjarnasyni með 43 atkvæði og í 3. sæti frá Árnýju Jóhanns með 27 atkvæði. 
Mér fannst þetta smá vandræðalegt þ.s. þetta kom mér svo mikið á óvart en auðvitað er þetta ákveðinn heiður og það fylgir þessu einlæg hamingja.

Takk fyrir mig...


Tiltekt...

Jæja, núna er sumarið loksins komið, góðviðrisdagar að baki og góðviðrisdagar framundan... Í gær tókum við okkur til, ég, Sigurrós og börnin og fórum út og tókum aðeins til og hentum timburafgöngum frá pallasmíðinni, gömlum skáp og öðru spýtnarusli í Sorpu, við fylltum eina kerru (fengum lánaða kerruna og bílinn hjá Pétri bró).  Það kostaði okkur um 2400 kr að henda þessu spýtnarusli en það var mjög ánægjulegt að vera búin að henda þessu, þegar maður sér að þetta er farið af lóðinni þá fylgir því vellíðan, eins og þegar maður er kominn af stað í ferðalag, flugvélin er komin út á brautina... nú er bara að halda áfram að taka til á lóðinni á næstunni og halda þessu "ferðalagi" áfram alveg til leiðarenda en það er löng ferð fyrir höndum.. Í sumar ætlum við að bera á pallinn, ganga frá útjaðri lóðarinnar að neðanverðu, hreinsa moldardrullu sem flæddi enn eitt árið frá nágrannalóðum og skemmdi brekkuna hjá okkur held ég endanlega, brekkuna sem við lögðum með lyngþökum 2005, og flæddi yfir hluta af grasflötinni og eyðilagði smá þar af grasinu sem við lögðum í fyrra... Það jákvæða í þessu er þó það að nágrannarnir virðast loksins ætla að vinna að frágangi hjá sér, a.m.k. er búið að reka niður einhverja hæla.  Enda eru þau tilneydd þ.s. borgin ákvað að beyta lóðarhafana, s.s. nágrannana, sektargreiðslum ef ekki er gengið frá lóðunum fyrir 1. júlí og komið í veg fyrir áframhaldandi aurrennsli.  Vonandi fer þetta allt vel þannig að allir geti lifað í sátt og samlyndi... 
Eflaust munum við svo koma upp rólu og rennibraut fyrir börnin og svo langar okkur að girða í kringum lóðina í sumar, það er ekki víst að það gangi upp við sjáum bara til með það eftir því sem tími vinnst til.

babysteps...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband