29.5.2007 | 16:06
Til hamingju Sigurrós...
Á sunnudaginn, 27. maí varð Sigurrós jafngömul og ég, 35 ára. Í tilefni dagsins þá svaf hún út og á meðan bjó Arna Rós til mynd handa henni með skeljum og hjarta þ.s. hún skrifaði "Besta mamma í heimi", við pökkuðum svo myndinni inn og hún bjó til merkimiða. Við pökkuðum líka inn gjöfinni frá mér Örnu Rós og Aroni með gjafakorti í heilrænt nudd í Laugum og peysu sem ég keypti í Kolaportinu... neeeee bara grín, ég keypti hana í Intersport... Við bjuggum svo til kort til að setja á pakkann eða réttara sagt börnin, Arna Rós teiknaði mynd framan á og skrifaði á kortið og Aron Andri teiknaði aftan á kortið. Svo fórum við öll og vöktum Sigurrós, Aron Andri spilaði afmælislagið með lítilli spiladós sem ég keypti á afmælisdegi Sigurrósar fyrir nokkrum árum og Sigurrós vaknaði í rólegheitunum ánægð og árinu eldri. Eftir að Sigurrós var komin á fætur og almennilega vöknuð þá gáfum við henni gjafirnar en ég gaf henni líka táknræna grafíkmynd eftir Irene Jensen sem ég fékk í Gallerí List sem heitir "Ég og þú". Við ákváðum að fara í bíltúr í sumarblíðunni og keyrðum til Þingvalla, það setti smá skugga á ferðina að koma þar að leiðinlegu bílslysi þ.s. bíll hafði oltið út af veginum en á leiðinni þangað höfðu tveir sjúkrabílar farið framúr okkur. Þegar við keyrðum þar framhjá var verið að hlúa að fólkinu í vegkantinum og það var vissulega léttir að sjá hreyfingu á fólkinu. Ég las það svo síðar á netinu að sem betur fer slasaðist fólkið ekki alvarlega... Þrátt fyrir það þá þekki ég það af eigin raun að þó að það sé sagt í fjölmiðlum þá getur fólk þurft að eiga við afleiðingar slyssins það sem eftir er þó svo að ekki sé talið að um "alvarleg slys" hafi verið að ræða..
En hvað um það, við létum þetta þá ekki hafa mikil áhrif á daginn og héldum för okkar áfram á Þingvelli, þar gengum við að Flosa- og Nikulásargjá (peningagjá) og fórum að Valhöll án þess að stoppa þar að ráði, svo héldum við för okkar áfram og keyrðum suður á Stokkseyri þ.s. ég hafði pantað borð í Fjöruborðinu. Þar fengum við Sigurrós okkur humarsúpu og humar og börnin barnarétti. Það var fínt að prófa þetta, við höfðum ekki fengið okkur humar þarna áður en við höfðum fengið okkur humarsúpu þarna áður og ég nokkrum sinnum. Humarsúpan er mjög góð þarna en ég held að ég láti það nægja þetta skipti með humarinn sjálfan. Ekki það að hann sé eitthvað vondur, hann er alveg ágætur en þetta kostar sitt og er svo sem ekkert betri humar en maður fær úti í búð og næst held ég að ég velji kjötrétt þarna á eftir humarsúpunni.
Eftir matinn þá fórum við niður í fjöruna þarna og týndum eitthvað af kuðungum, skeljum og steinum. Svo keyrðum við til Þorlákshafnar og svo þaðan til Reykjavíkur um Þrengslin... Þetta var mjög afslappandi og góður rúntur. Um kvöldið fengum við okkur svo afmælistertu sem Sigurrós bakaði og enduðum daginn með því að horfa á mynd sem við tókum á leigunni... Pursuit of happiness með Will Smith, mjög góð dramatísk mynd sem er byggð á sönnum atburðum og sýnir hversu langt er hægt að ná með vilja og staðfestu...
góður afmælisdagur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 15:56
Ljósmyndasýning í ráðhúsi Reykjavíkur...
S.l. laugardag opnaði Fókus, félag áhugaljósmyndara, ljósmyndasýningu í ráðhúsi Reykjavíkur, sýningin ber yfirskriftina "Mannlíf í Fókus". Að venju þá tek ég þátt í sýningunni en ég hef tekið þátt í öllum sýningum félagsins að undanskilinni einni skjávarpasýningu.
Ekki gekk allt eins og skildi hjá mér varðandi þessa sýningu..
Ætlunin hjá mér er að fara að bjóða upp á þjónustu við að prenta ljósmyndir á striga. Ég hef reyndar eitthvað verið að því að prenta ljósmyndir á striga s.l. tæp tvö ár en ekki boðið upp á það almennt. Ég prentaði nokkrar myndir á striga fyrir sýningu félagsins vorið 2006, þá lenti ég í talsverðum vandræðum með útkeyrsluna og allt gekk á afturfótunum.. það fór svo að lokum að ég varð að láta nægja að koma myndum tveggja annarra Fókusfélaga á sýninguna en mínar myndir náðu ekki upp fyrir opnun. Þær fóru þó upp sama dag að mig minnir.
Núna átti ég að vera nokkuð klár í slaginn, þrátt fyrir að vera að ljúka skólanum rétt fyrir opnun sýningar ákvað ég að bjóða sýnendum upp á þessa þjónustu og leitaði fjórðungur sýnenda til mín með myndir sínar. Strax eftir lok skólans planaði ég svo að taka þrjá daga í að ganga frá myndunum, miðvikudag-föstudag. Það má segja að flest hafi farið úrskeiðis, ég fékk eitt versta verkjakast í höfuðið sem ég hef fengið frá slysinu sem ég lenti í fyrir rúmum 2 árum og var sárkvalinn heima í vel á annan sólarhring. verkirnir minnkuðu svo smám saman á fimmtudegi þ.a. þá loks gat ég farið að sinna myndunum fyrir sýninguna.
Tölvan hafði verið eitthvað að stríða mér, var hægvirk en á föstudeginum snarversnaði hún og gekk lítið sem ekkert að vinna á tölvunni, dagurinn var búinn og það var komið kvöld. Einhverra hluta vegna þá skiluðu litirnir sér alls ekki rétt frá tölvu yfir í prentarann þ.a. ég þurfti að fara að litastilla eftir auganu með því að gera margar prentprufur eins og var með myndirnar fyrir sýninguna árið á undan. Það eina sem var í stöðunni var að halda áfram og stefna á að ná þessu fyrir morguninn.. Ég hamaðist allan föstudaginn og svo alla laugardagsnóttina við að ná ásættanlegum gæðum úr prentaranum, smám saman náði ég að prenta myndirnar og ganga frá þeim á blindramma og náði svo að lokum að koma öllum myndum á sýninguna fyrir opnun en því miður þá náði ég ekki að koma minni mynd upp fyrir opnun. Þetta var alveg skelfilegt "dejavu", mér fannst eins og ég væri staddur í hræðilegri martröð, sagan endurtók sig frá því árinu á undan og eftir vel á annan sólarhring í vöku þá var ég við það að gefast upp. Það var afskaplega súrt og leiðinlegt að lenda í þessu aftur að missa af opnun stórsýningar félagsins, bæði það að geta ekki verið viðstaddur og eins að ná ekki að koma minni mynd upp. En ég hélt áfram.. tölvan bara versnaði og ég gat orðið ekki opnað sum forrit í tölvunni, ekki einu sinni tölvupóstinn. Svo loksins náði ég að senda mína mynd yfir í prentarann, ég sat fyrir framan prentarann meðan myndin var að prentast út en svo þegar myndin var rétt rúmlega hálfnuð þá bara stoppaði prentarinn!!! Ég vissi ekki hvert ég ætlaði... en ég var of þreyttur til að rjúka út og hlaupa Ármúlann fram og til baka öskrandi þ.a. ég reyndi þá bara aftur.. eftir nokkrar tilraunir þá loksins kom ég prentaranum af stað aftur til að prenta. Andri Már (Fókusfélagi?) kíkti þá við hjá mér á þeim tíma og þegar myndin var farin að keyrast rólega út úr prentaranum þá kom í ljós að litirnir voru alveg út úr kú! aaaaaaarrggg! Þá var ekkert annað að gera en að endurræsa allt dótið og reyna aftur.. eftir smá tíma þá fór prentarinn loks aftur af stað og að lokum náði ég að prenta myndina út þ.a. hún leit þokkalega út. Ég skellti henni svo á blindramma og dreif mig með hana niður í ráðhús og setti upp í lok fyrsta sýningadags. Sem betur fer náði ég þó að ganga frá myndum annarra fyrir opnun sýningarinnar og þar er fyrir öllu. En samt.. þá sendi ég út tölvupóst til nokkurra aðila og bauð á opnuna eða að kíkja á sýninguna síðar... ég vona bara svo innilega að enginn þeirra hafi verið viðstaddur opnunina því það er leiðinlegt að hafa þá ekki verið viðstaddur og mín mynd ekki á staðnum.. Ég hef a.m.k. ekki fengið skilaboð eða heyrt neitt um það ennþá...
Í gær og í dag þá hef ég verið að vinna í því að koma tölvudótinu í lag og var loksins að ná eðlilegri virkni milli tölvu og prentara, ég þarf að skipta út a.m.k. 1-2 myndum á sýningunni og er að vinna í því í dag, hugsanlega skipti ég líka minni mynd út ef ég hef tíma þ.s. ég var ekki alveg sáttur með prentunina..
Þetta er líklega í 3. skiptið sem ég lendi í einhverjum fáránlegum hrakförum rétt fyrir opnun sýningar félagsins og í annað skiptið sem mínar myndir komast ekki upp fyrir opnun... Eftir þetta þá þarf töluvert til svo að ég taki þátt í fleiri sýningum í félaginu þ.s. að það virðist hvíla einhver bölvun yfir þátttöku minni í þessum sýningum.. eru þetta einhver skilaboð...?
Skilaboðin eru komin til skila...
Bloggar | Breytt 29.5.2007 kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 16:32
9,9 í meðaleinkunn...
Jæja þá er önninni í skólanum lokið, þeirri fyrstu frá því ég var í Fjölbrautaskólanum á Akranesi fyrir 16 árum.
Ég er alveg himinlifandi yfir árangrinum, ég náði 9,9 í meðaleinkunn á önninni, fékk 10 í lokaeinkunn í öllum fögum í dagskólanum og var með 100% mætingu. Ég fékk svo 9 í eina faginu sem ég tók í fjarnámi, það hefði að öllum líkindum verið 10 þar líka ef ég hefði ekki skilað verkefni of seint þar en kennarinn dróg mig niður fyrir það og sagði að ég hefði hugsanlega fengið 10 ef ég hefði skilað á réttum tíma þ.s. verkefnið var 100% rétt. Alls voru verkefni og próf á önninni rúmlega 50 talsins og ég fékk yfir 40 tíur, flest af rest voru 9,5 og 9... ég fékk svo eina 8 þá líklega út af seinum skilum í fjarnáminu. En samt, 10 í meðaleinkunn í dagskólanum og svo 9 í fjarnáminu sem gerir 9,9 í meðaleinkunn samanlagt, alveg frábært!
Furðulegt þegar skólinn var búinn, þá fékk ég samviskubit yfir því að horfa á sjónvarpið.. ég gerði lítið af því í vetur og ekkert síðustu vikurnar. Enda gerði ég ekkert annað en að læra og svo varð ég auðvitað að sinna fyrirtækinu líka. Svo klára ég undanfara á upplýsinga- og fjölmiðlasviði í haust og fer í sérnám ljósmyndunar næsta vor og lýk þá skólanáminu.
Það er komið sumar"frí"...
Bloggar | Breytt 29.5.2007 kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2007 | 21:48
Lærdómur við erfiðar aðstæður...
Bara til að halda í hefðina, mánaðarleg bloggfærsla...
Ég er að fara yfir um af lærdómi þessa dagana og svo demdist yfir mig höfuðverkjakast af verstu sort í gær sem ég hef ekki enn komist út úr... svo sem hefði ég mátt búast við því þ.s. ég fæ svona slæmt kast líklega 2-3svar í mánuði en samt er þetta hræðilega óheppileg tímasetning... ég hef reynt að leggja mig og reyna að ná þessu úr mér með smá slökun en allt kemur fyrir ekki, verkjalyf hafa einhver áhrif en samt er ég orðinn ansi þreyttur á þessu, ætli maður verði ekki að fara aftur í heilascan núna í vor eftir skólann, þetta gengur ekki svona... Ég er búinn að vera svona í hausnum alveg frá bílslysinu fyrir rúmum 2 árum... Hausverkur 2 af hverjum 3 dögum er ansi niðurdrepandi.. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað!!?!
En hvað um það, ég reyni eins og ég get að klára sem mest af þeim verkefnum sem ég þarf að skila núna á síðustu metrunum í skólanum, þetta höfuðverkskast mitt nú mun eflaust koma niður á skilum á verkefnum en svona er þetta nú bara... metnaðurinn hjá mér er það mikill að ég vil skila toppvinnu af mér í öllu, svekktur þegar ég næ ekki 10... svo sem lítið um annað hingað til þ.a. ég er vel sáttur.. nú verð ég bara að vona að ég nái að skila öllu bærilega af mér og þá ekki alveg eins mikið nostur lagt í allt en vona að það komi ekki niður á einkunnum.. annars verð ég bara að bíta í það súra en það er fúlt þegar hausverkurinn hefur þessi áhrif... ...á morgun er kominn nýr dagur...
Má ekki vera að þessu...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 18:33
15 fermetra prentun...
Mikið svakalega er ég ánægður með afrek dagsins. Ég er í vinnunni eins og svo oft ef ég er ekki heima að læra eða í skólanum.
Ég hef eiginlega forðast það að taka að mér risastór prentverkefni, kannski að hluta til hræðsla við þau enda má ekkert klikka svo maður komi ekki bara út í mínus með þetta.. Þó hef ég prentað eitt og eitt sæmilega stórt en þetta sem ég var að ljúka við að prenta er samt það stærsta sem ég hef prentað í einu lagi, samtals 16-17 fermetrar af segldúk og prentunin sjálf vel á 15. fermeter.. góður slurkur af bleki sem fer í það... Þessi prentun jafnast á við 230stk A4 blöð fullþakin bleki.
Það er skemmst frá því að segja að þetta gekk mjög vel og alveg áfallalaust enda undirbjó ég þetta vel og gerði nokkrar prufur. Það tók prentarann 2klst og 35 mínútur að prenta þetta. Það sem ég var að prenta er svo sem ekkert stórmerkilegt, bara frekar einföld vektoruppsetning fyrir einhvern útsölumarkað... Gaman samt hvað þetta gekk vel..
Jæja, þá er það bara að halda áfram... ég ætla að prenta nokkrar strigamyndir og koma mér svo heim þegar ég er búinn með það í kvöld...
Alveg útprentaður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 17:35
Ég lifi...
Það virðist ætla að skapast hefð um það að ég ég skrifi hér bara einu sinni í mánuði... Ég er s.s. á lífi..
Ég gerði a.m.k. ráð fyrir að blogga miklu meira, bloggið hefur verið alveg aukaatriði hjá mér þ.s. að ég hef afskaplega lítinn tíma aflögu eftir að nám, vinna og svefn hefur tekið sinn skerf, ef ég myndi reikna það út þá yrði niðurstaðan einhver mínustala..
Síðast þegar ég skrifaði síðast þá talaði ég af mikilli bjartsýni um að leyfa mér um 4ra tíma sjónvarpsgláp á viku.. þar talaði ég um að horfa m.a. á Heroes, Survivor og Lost.. Ég hef varla náð að sita í klukkutíma á viku fyrir framan sjónvarpið síðasta mánuðinn.. ég hef samt náð að fylgja Lost eftir og Survivor en nánast aldrei "í beinni", horfi bara á upptökur og nota tímann þegar ég er að borða til þess en þegar ég horfi á þetta "í beinni" þá er ég með sjónvarpið á í tölvunni í litlum glugga uppi í horni og fylgist með svona með öðru á meðan ég er að læra.. Ég er kominn 4-5 vikur aftur úr með Heroes, en ég komst sem betur fer yfir meirihluta þáttanna í fyrstu seríunni hjá kennara í skólanum þ.a. kannski næ ég að vinna þetta upp um páskana.. eins og það eru nú fínir þættir. Og nú hefur Formúlan bæst við, ég hef horft á hverja einustu keppni frá því 1998 og náði að horfa á keppnina um helgina með hraðspólun á meðan ég borðaði þ.s. ég tók hana upp. Mikið svakalega var samt skrítið að horfa á þetta, minn maður farinn að keyra hjá aðalkeppinautinum, rautt einhvern veginn klæðir hann ekki.. en samt.. ég held áfram með honum og vona að hann verði heimsmeistari.. Svo er sá sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér síðustu tvö ár farinn að keyra fyrir mitt lið... Alonso.. kannski maður fari þá að fíl'ann bara fyrir að vera kominn í McLaren gallann.. En hjá þeim er Hamilton þá orðinn "minn maður", mikið svakalega væri nú gaman að sjá Hamilton standa uppi í hárinu á Alonso, eins og hann gerði reyndar lengi vel um helgina, það sýnir bara að Alonso var með einstaklega góðan bíl síðustu tvö ár.. jújú, auðvitað er hann góður en samt ekki eins góður og Raikkonen. MS er farinn og þá einhvern veginn er formúlan einhvern veginn eins og höfuðlaus her.. en þetta venst... Spennandi verður að fylgjast með þessum gaurum, ég rétt náði að henda saman einhverju liði í Liðstjóraleiknum á www.motorgames.eu en þ.s. að ég hafði engan veginn tíma til að stúdera samsetningu liðsins eins og ég hefði viljað þá náði ég ömurlegum úrslitum, er einhversstaðar á milli 6-700. sæti eftir fyrstu umferð (enda mjög óheppinn þ.s. flest sem ég valdi í liðið gekk illa um helgina) en þá er líka eins gott að ég nái að breyta liðinu og snúa dæminu við í næstu keppni.. ég lenti í 2. sæti í fyrra og það væri nú gaman að ná a.m.k. í topp 50 í ár.. Fyrir einhverja heppni þá grísaði ég svo saman góðu liði fyrir annan eins leik á sama vef sem virðist vera opinn fyrir alla Evrópu (ég hef bara ekki haft neinn tíma til að skoða hvernig þetta virkar) og er í 3. sæti þar eftir 1. umferð.
Verkefnavinnan í skólanum jókst gífurlega síðasta mánuðinn og ok.. kannski er ég að nostra full mikið við verkefnin en maður nær ekki árangri nema að leggja sig fram.. enda get ég ekki annað en verið sáttur með þær einkunnir sem komnar eru, vel sáttur.. Ég er samt alveg stórundrandi á því hversu mikið maður verður var við metnaðarleysi í skólanum, mætingin er sérstaklega slæm. Svona afleit mæting þekktist ekki í FVA þegar ég var þar fyrir 16 árum, það hefur verið alveg upp í 60-70% af nemendum fjarverandi í tímum og kannski að jafnaði um 30%.. sussumsvei.. Fólk spáir líklega flest meira í að rétt slefa áfangana til að ná í einingar heldur en að "læra" eitthvað.. Ok, ég viðurkenni alveg að ég var miklu kærulausari þegar ég var í FVA en samt var þetta ekki svona algengt. Námið þá var almennt ekki nærri því eins skemmtilegt eins og þessar greinar sem ég er í núna (auðvitað er það nám líka kennt í dag en þessar sérgreinar eru skemmtilegar), mér finnst ég mest bara vera að "leika mér". Mest er þetta tölvuvinnsla þar sem maður er að hanna eitthvað, vinna í ljósmyndum, stuttmyndagerð o.s.frv. Auðvitað er þetta bara persónubundið og áhugi fólks er misjafn.
Eitt verkefnið var að hanna logo, nemendur máttu velja á milli þess að hanna logo með upphafsstöfum sínum eða að taka þátt í Logokeppni framhaldsskólanna. Mér fannst meira spennandi að taka þátt í keppninni en þar átti að hanna logo fyrir Forritunarkeppni Framhaldsskólanna en logokeppnin er haldin samfara þeirri keppni á hverju ári.. Logoið sem lendir í fyrsta sæti er svo notað í allt kynningarefni Forritunarkeppni framhaldsskólanna á næsta ári.. Það var svo ekkert smá gaman að komast að því að mitt logo sigraði í keppninni. Fyrir það fékk ég peningaverðlaun frá Glitni og Kaupþingi og vöruúttekt í Gallerí List, ekki slæmur bónus það.. Í ofanálag þá veitti Iðnskólinn sínum nemendum viðurkenningu fyrir góðan árangur því Iðnskólanemendur voru einstaklega áberandi meðal vinningshafa í báðum keppnum, efstu þrjú sætin í logokeppninni skipuðu nemendur frá Iðnskólanum, ég er ekki búinn að fá viðurkenninguna en það gleymdist að boða vinningshafana í logokeppninni á litla viðurkenningarathöfn í sal skólans mér skilst að ég fái minnislykil og tölvuleik.. ég verð þá líklega á fullu í Pac Man í sumar ..
Arna Rós sló heldur betur í gegn þegar hún tók þátt í sinni annarri keppni á www.dpchallenge.com. Við gáfum henni myndavél í jólagjöf og hún er búin að vera að taka eitthvað af myndum og er mjög áhugasöm. Ég er reynt að kenna henni eitthvað en vildi að ég hefði haft meiri tíma, bæði til að fara út að mynda með henni og kenna henni betur. Eftir þennan stutta tíma þá virðist vera að hún hafi gott auga. Haldnar eru 4-5 þemakeppnir í hverri viku og svo mánaðarlegar keppni þar sem að myndefni er frjálst og fólk sendir þar inn sína bestu mynd frá liðnum mánuði. Flestir taka þátt í þessum keppnum. Við Arna Rós erum að reyna að stefna að því að taka þátt í öllum þessum mánaðarlegu keppnum frá síðustu áramótum. Það er skemmst frá því að segja að Arna Rós náði 2. sæti af rúmlega 600 þátttakendum og gjörsamlega rústaði mér en mín mynd lenti í 47. sæti. Arna Rós sem er 9 ára varð sú yngsta í sögu vefsins til að lenda í verðlaunasæti en sá sem var yngstur áður var 12 ára. Árangur hennar og myndir hafa vakið mikla athygli, einhver setti link á myndina hennar á www.b2.is og var linkurinn sá næst vinsælasti á vefnum í nokkra daga, umræða á spjallborðum var töluverð líka.. DV og Fréttablaðið höfðu samband við okkur og vildu endilega taka viðtal við okkur en DV náði ekki í mig en Fréttablaðið tók viðtal við okkur feðginin og birti myndina hennar. http://farm1.static.flickr.com/180/420246600_2a7b646c41_o.jpg . Í skólanum hefur henni svo verið boðið að vera með myndasýningu á tjaldi einn daginn en ég þarf þá auðvitað að hjálpa henni með það. Við foreldrarnir erum afskaplega stolt og vonum að hún rækti sig áfram í þessu nýja áhugamáli sínu. Auðvitað er heppni stór partur af ljósmyndun eins og í allri list en samt verður það ekki tekið af henni að hún er með gott auga og með góðu auga þarf minni heppni.
Jæja, samviskan nagar mig.. nú hef ég eytt óþarflega miklum tíma í þetta innlegg og læt þetta duga í bili..
þangað til næst...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 15:17
Nám er vinna...
Jæja, um mánuður er liðinn síðan ég setti færslu hér inn síðast. Kannski ekki furða þ.s. ég var rétt að byrja í skólanum síðast þegar ég setti færslu hér inn og nýkominn úr smá ljósmyndatúr. Ekki furða segi ég... já ekki furða því það er búið að vera þvílíkt álag á mér þ.s. ég er að reyna að standa mig sem best í skólanum og svo er ég jú með fyrirtæki sem ég er að reka líka og vinn þar þegar ég er ekki að læra... Ég þarf að læra slatta og enn meira ef maður vill ná góðum árangri.. það er eins og ég sagði, "Nám er vinna!".
Eftir fyrsta mánuðinn í skóla í næstum 16 ár frá því að ég var í Fjölbraut á Akranesi þá er ég svona að ná tökum á að læra, s.s. maður þarf eiginlega að byrja á því að læra að læra. Þetta nám sem ég er í er grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina en eftir það taka við sjö sérsvið og þ.á.m. ljósmyndun sem ég stefni á. Ég geri ráð fyrir að klára grunnámið í haust, enda verður ekki mikið eftir þá, svo stefni ég á sérnámið í ljósmyndun á vorönn 2008.
Til marks um álagið hjá mér þá hef ég ekki tekið eina einustu ljósmynd frá því að ég setti innlegg hér síðast, ekki það að ég hefði svo sem alveg getað það en ég hef kosið að eyða um 4 klst á viku í að liggja flatur fyrir framan sjónvarpið, horft á bíómyndir.. reyndar held ég að ég hafi bara séð eina síðasta mánuðinn.. og svo horft á nokkra sjónvarpsþætti, Ég er búinn að velja það að fylgjast með þremur þáttum a.m.k., tveimur á Skjá einum, Heroes og Survivor og svo Lost í Sjónvarpinu. Reyndar finnst mér orðið hálf þreytandi að horfa á Lost, það gerist svo ferlega lítið í þáttunum... en samt, það er eitthvað við þessa þætti ennþá... Svo mun ég nú horfa á restina af Top model, segjum nú bara að ég sé að stúdera ljósmyndasessionin þar . Svo gleymir maður sér einstaka sinnum í einhverju stússi í tölvunni af og til og auðvitað þarf fjölskyldan sinn part af minni athygli.. Reyndar er það ekki rétt að ég hafi ekki tekið ljósmyndir síðasta mánuðinn, ég tók heilar 25 myndir á um 10 mín fyrir einn tímann í skólanum síðasta fimmtudag en þar var okkur sett fyrir að dúndra myndum á eina 24 mynda filmu sem við svo framkölluðum, myndefnið skipti ekki neinu máli.. enda voru nú ekki miklar pælingar að baki þessum myndum, ég hljóp í kringum og inn í Hallgrímskirkju og náði að eyða filmunni þannig...
En það er eins gott að ég standi mig í stykkinu því ég setti mér það takmark að taka þátt í öllum Free Study keppnum á DPC á þessu ári sem eru mánaðarlega, en þá þarf ég að taka a.m.k. eina mynd í hverjum mánuði... Ég get kannski gefið mér smá tíma og myndað eitthvað um næstu helgi.. Ég sendi a.m.k. mynd í janúarkeppnina sem náði ótrúlega hátt miðað við það sem ég bjóst við, 20. sæti af 557. Mér fannst ég ekki vera með neitt ofboðslega góðar myndir að velja úr. Þó eru a.m.k. tvær aðrar myndir sem mér finnst betri en ég ákvað að senda þessa inn þ.s. hún er svona "venjulegri". Þetta er myndin:
Ég verð að fara að taka fleiri myndir...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 15:58
Kuldapollur...
Eins og ég kom inn á í síðustu færslu þá fór ég ásamt hinum í AHÓA í ljósmyndaferð, við keyrðum suðurlandsveg og fórum austur fyrir Kirkjubæjarklaustur og til baka... samveran var mjög skemmtileg og við náðum nokkrum myndum... aðalmálið var bara að hittast þ.s. við höfðum öll tök á því núna og stilla saman strengi... Það er alltaf gaman að fara í ljósmyndaferðir... Það spáði ekkert sérlega vel fyrir daginn en samt sem áður var nóg af tækifærum og veðrið bara fínt í heildina..
Á leiðinni til baka á Mýrdalssondi um kl. 17 þá keyrðum við inn í einhverskonar kuldapoll, hitastigið hrapaði eflaust um einhverjar 12 gráður og þegar kuldinn var kominn niður í -18°C í annað skiptið á sandinum ákváðum við að stoppa og fara út úr bílnum því það er ekki á hverjum degi sem maður getur upplifað annað eins frost á láglendinu... Það virtist einhverskonar frostþoka liggja yfir sandinum að hluta... Eitthvað hlýtur svona fyrirbæri að kallast því ekki löngu seinna þá vorum við komin í -4 til -2°C sem er ansi mikill munur...
Ef einhver hefur hugmynd um hvað þetta fyrirbæri kallast eða hvað orsakar þetta þá mætti endilega skella því hér inn í athugasemd undir þessa færslu...
brrrrrrr...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2007 | 15:34
AHÓA...
Ég er í tveimur ljósmyndafélögum, AHÓA og Fókus. Ég er einn stofnfélaga Fókus en félagið var stofnað vorið 1999 og er opið öllum, um síðustu áramót voru félagar tæplega 80. AHÓA er mun nýrra, það samanstendur af fjórum áhugaljósmyndurum;
Arnar Már Hall Guðmundsson - Amason (ég)
Upphaf þess félags má rekja aftur til sumarsins 2005 en í Fókus var venjan að fara í ljósmyndaferð í júlí. Við vorum nokkur sem höfðum brennandi áhuga á að fara í ferð og gátum farið í byrjun júlí en það var ekki Fókusferð þá. Þ.a. í samvinnu við hin fór ég að leggja drög að ferðaáætlun... Það endaði svo með því að við fórum fjögur í 5 daga tjaldferð, fyrir ferðina datt mér í hug að merkja bílinn sem við vorum á og ég setti saman stafina AHÓA úr upphafsstöfum okkar... Ég gerði svo líka merkingu fyrir heiti ferðarinnar, þ.e. "Aránd Æsland 2005". Við keyrðum hringveginn og tókum smá aukakróka, við fórum niður í Ásbyrgi og upp að Herðubreiðarlindum. Í ferðinni reyndum við að taka hópmyndir til skiptis á klukkutímafresti og var iðurlega öskrað "AHÓA" þegar komið var að hópmyndatöku...
Okkur þótti ferðin heppnast svo vel að við fórum strax að tala um aðra ferð sumarið 2006 og byrjuðum að skipuleggja hana snemma árs 2006. Ferðin var svo farin f.p. júlí og var farið yfir enn meira svæði en árið á undan og í stuttu máli var ferðaplanið þetta: Reykjavík-Suðurlandshálendið-Kerlingafjöll-Kjölur-Mývatn-Askja-Ásbyrgi-Langanes-Ásbyrgi-Rauðasandur (á Vestfj.)-Látrabjarg-Flatey-Reykjavík. Ferðin stóð yfir í viku og var gist allar nema eina nótt í tjaldi, því miður komst Heiða ekki með í þá ferð sökum vinnu... Þessi ferð var ekki síður vel heppnuð, veðrið lék við okkur megnið af ferðinni... Ferðin hlaut að sjálfsögðu heitið "Aránd Æsland 2006" og merkti ég bílinn vel með nýju logoi og að auki útbjó ég boli með logoinu handa okkur og bjó til slagorðslogo á bolina og á bílinn... Í lok ferðarinnar ákváðum við að setja upp vef þ.s. við getum safnað saman myndum úr þessum ferðum, gott veflén var keypt og er stefnt að því að koma vefnum á koppinn fljótlega... Þessar ferðir eru hugsaðar sem eitt langtímaverkefni og er þessi vefur ætlaður til að halda utan um verkefnið, hugsanlega verður svo annar vefur settur upp fyrir félagsskapinn sérstaklega...
Í framhaldi af ferðinni þá lagði ég það til við hin þrjú að gera meira úr þessum félagsskap og voru öll á sömu línu. Var svo tekin ákvörðun um stofnun félagsins á stuttum msn-fundi 07.01.07 og skipulögð dagsferð félagsins 13. janúar, Óli Haralds er í námi í Danmörku en er staddur á landinu í jólaleyfi og var því tækifærið notað til að hittast og fara í ferð. Ferðin var s.s. í gær og var fín, gaman að við hittumst en hópurinn nær vel saman og húmorinn á köflum alveg einstakur... án þess að farið sé eitthvað nánar út í það því þá værum við eflaust stimpluð sem stofnanamatur... Þessi mynd hér að neðan var tekin á heimleið úr ferðinni þegar veðrið var einna síst...
Búast má við að farið verður í einhverjar ferðir á þessu ári þ.s. sumarferð félagsins mun væntanlega standa upp úr...
Ferðirnar í ár munu því bera yfirskriftina "Aránd Æsland 2007" með undirtitlum... Þessar ferðir hafa verið mjög skemmtilegar og gefandi enda fegurð landsins endalaus og félagsskapurinn góður...
AHÓA...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 23:10
Fyrsta skólavikan búin...
Þá er fyrsta skólavikan búin, ha, já ég sagði "skóóólaaaviiiikaaaan" ("og stóraaaaa kóóóók")...
Ég s.s. var að byrja í skóla í vikunni, Iðnskólanum í Reykjavík, en ég skráði mig þar í nám í nóvember og þá loks eftir að hafa verið að skröltast með ljósmyndun í yfir 20 ár sem brennandi áhugamál þá datt mér í hug að það gæti verið gaman að fara í ljósmyndanám (svo sem pælt í því oft í gegnum árin...) og sjá svo hvert það leiðir mig... svo daginn eftir að ég skráði mig fór ég bara út til Minneapolis með Sigurrós í stutt frí og svo kom desember, jólin og bang!, 28. des borgaði ég skólagjöldin.. þá var þetta sko orðið frekar raunverulegt... og svo komu áramótin (bang x 10000000000) og svo bara allt í einu skólasetning 4. janúar og þá fór ég að hugsa... "hvað er ég eiginlega að gera hérna!!?" (og leit á allar unglingabólurnar í kringum mig (með fullri virðingu fyrir þeim))... ok... 5 dögum síðar, núna s.l. þriðjudag gat þetta nú varla orðið raunverulegra, þarna sat ég í skólastofu og mér leið hálfpartinn eins og ég ætti að standa upp og segja eitthvað.... ekki bara sitja þarna eins og hin þarna... en sem betur fer var þarna kennari sem tók af skarið... þ.a. jú, ég er víst nemandi... 35 ára gamall nemandi... ok, það er sem betur fer einn og einn nærri mér í aldri þ.a. ég held að ég sé nú ekki algjört "freak" þarna... og það má meira að segja finna einhverja yfir fertugt þarna flokkast undir nemendur þ.a. ég er langt því frá elstur, en yfirleitt samt elstur eða meðal 3ja elstu í hverjum áfanga sem ég er í... ég er í 7 áföngum, 20 einingum... s.s. fullu námi...
Jæja, en þarna s.s. sat ég í skólastofu, með ekkert nema tölvur allan hringinn og þannig er það í öllum stofunum sem ég fór í alla vikuna... hmmm... ok þetta er greinilega orðið svolítið breytt frá því síðast þegar ég var í skóla í FVA þegar ég lærði húsgagnasmíði fyrir 16 árum.... hmmmm.... Ég hálfskammaðist mín fyrir að vera með skriffæri og hvað þá að glósa í stílabók á meðan öll hin pikkuðu bara inn í Notepad... en jæja, svona vildi ég gera þetta, auðveldara að setja örvar hingað og þangað og kassa utan um o.s.frv. í stílabókinni, reyndar þýðir lítið að ýta á delete... sjáum til, kannski verð ég farinn að pikka inn glósur áður en ég veit af...
Mér líst mjög vel á stundatöfluna, reyndar þarf ég að koma einum áfanga út hjá mér á þriðjudögum, ég fresta honum fram á haust, tek hann í fjarnámi, nú eða get kannski fengið hann metinn m.v. starfsreynslu, kemur í ljós, annað kemur þá kannski inn í staðinn til að létta á haustönninni en þá verð ég kannski í um hálfu námi og get unnið þá meira... þannig hef ég þá bæði þriðjudagana og föstudagana alveg fría eftir kl. 10:30 og get þá farið í vinnuna og unnið þar fram á kvöld, svo vinn ég eflaust eitthvað á kvöldin og um helgar þegar ég er ekki að læra.... Sé til hvernig þetta þróast en ég verð áfram með reksturinn en get þá ekki komist yfir eins mikið á meðan ég er í skóla...
Allir áfangarnir hafa eitthvað spennandi efni, misspennandi kannski og eitthvað kann ég nú fyrir. Að hafa unnið við tölvur í 14 ár í sömu eða samskonar forritum og ég er að fara að læra á ætti nú að hjálpa eitthvað til... En sama hvað maður hefur unnið lengi við ýmiss forrit og leikið sér á þá veitir það manni ekki fulla sýn á þetta, ekki síst þegar maður hefur ekki farið á mörg námskeið og það sem ég kann er því að mestu sjálflært og kannski fer maður fyrir fjörð í staðinn fyrir í gegnum göngin í sumu sem maður er að gera.... Maður getur alltaf lært eitthvað nýtt, nýjar vinnuaðferðir o.s.frv. Það er margt nýtt að læra í þessu þó ég kunni eitthvað og megnið af þessu er alveg nýtt fyrir mér... Þ.a. þetta verður sko ekki neitt létt og ég tek þessu ekki þannig. Að byrja svona seint aftur í skóla mun taka á og það eru mikil viðbrigði að fara í nám aftur, þetta er á sinn hátt erfiðara þó maður geti byggt að hluta á einhverri reynslu.... en eitt er ekki spurning, það að vera í námi núna verður miklu skemmtilegra en það var þegar ég var undir tvítugu, a.m.k. í svona skemmtilegu námi, ég held satt best að segja að svona skemmtilegt nám hafi bara ekki verið til fyrir 16 árum..! Og ég tala nú ekki um kennarana, þeir eru allir mjög fínir svona eftir fyrstu kynni og framtíðin lofar bara góðu. Einn er aldurslaus, hann veit ekki hvaða ár hann var fæddur og hefur gaman af því að tala en það góða við það er að maður hefur jafn gaman að því að hlusta á hann... ég held að hann sé geimvera... fríkaaað... (erum við það ekki öll??)...
stutt í næstu skólaviku...
Bloggar | Breytt 14.1.2007 kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)