Vörn gegn þjófnaði á myndum á netinu...

Ég rakst á frábæra nýjung á netinu.. á tineye.com.Þar er hægt að leita að myndum á netinu, s.s. hægt að hlaða inn mynd úr eigin tölvu eða setja inn slóð á myndir og leitarvélin leitar á netinu að myndinni. Niðurstöðurnar sýna svo hvar myndin er vistuð á öllum mögulegum vefsíðum, meira að segja breyttar útgáfur af myndinni. Það er líka hægt að hlaða inn plugin fyrir Firefox þ.a. þá er nóg að hægrismella á myndir á vefsíðum til að leita að viðkomandi mynd...

Þessi leitarvél á eftir að slá í gegn, það kæmi mér ekki á óvert ef Google kaupir hana. Þetta á vafalaust eftir að koma að góðum notum og þá sé ég ekki síst kostinn í því að ef myndum er stolið og notaðar á öðrum vefum, jafnvel til sölu á myndasöluvefum undir öðrum nöfnum, þá er hægt að finna það mjög fljótt. Auðvitað kemur þetta ekki alveg í veg fyrir allan stuld á myndum en mun samt sem áður hafa gífurlega mikla þýðingu til varnar á stuldi á myndum.  

Í framhaldi af þessu sé ég fyrir mér sjálfvirkan hugbúnað þ.s. maður getur merkt myndirnar sínar sem maður setur á netið þ.a. í hvert sinn sem merktu myndirnar birtast á öðrum stað á netinu þá fær maður meldingu með tölvupósti.. n.k. "RSS feed"/áskrift sem leitar sjálfvirkt reglulega því maður leitar kannski ekki að öllum sínum myndum reglulega. Þetta verður þá hægt að gera líka við hvaða aðrar myndir sem er ef maður vill fylgjast með einhverju, t.d. einhverju fréttnæmu. Annar góður möguleiki væri að geta leitað að öllum myndum sínum í ákveðinni grúppu og fá niðurstöður m.v. dagsetningu fyrir allar myndir svo að það þurfi ekki að leita að einni mynd í einu, t.d. leita að nýjum staðsetningum frá síðustu leit eða síðasta mánuðinn t.d.

Það er ótrúlega algengt að myndum er stolið á netinu, jafnvel settar til sölu undir nafni þjófanna á öðrum vefum á opinberum vefum í von um að höfundurinn rekist ekki á það fyrir tilviljun... Meira að segja hefur það gerst hér á landi nokkuð oft að íslenskir miðlar hafa stolið myndum af netinu og notað í auglýsingar og fréttir.. Þegar svona leitarvél kemst í gagnið þá draga þessir óprútnu aðilar vonandi verulega úr þessum þjófnaði...

Eflaust verður nóg að gera hjá lögfræðingum með svona myndstuldi, það munu væntanlega einhverjir sérhæfa sig í þessu.. kannski ekki hér á landi en í stærri löndum a.m.k...

Helsti gallinn sem ég sé við þetta er að ef einhver ætlar að stela mynd til að prenta og er að leita að ákveðinni mynd sem hann hefur fundið í lélegri upplausn á netinu þá á hann auðveldara með að finna myndina í hærri upplausn ef hún er vistuð einhversstaðar þannig á netinu.

Það góða við þetta er að þessi leitarvél er eldsnögg, eins og bara textaleit með Google.

Það er hægt að byrja að nota þetta strax með því að senda þeim tölvupóstfangið og kannski 1-3 dögum síðar fær maður sendan tölvupóst til baka með aðgangsupplýsingum.

Skoðið kynningarmyndbandið á www.tineye.com og skráið ykkur á þetta...

tineye.com...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Amason

Sæll Henry / Promecius.

Því miður þá hefur þú nokkuð rangt fyrir þér með þetta og þá sérstaklega að "höfundar verða sjálfir að gæta þess að tilkynna fólki hvernig það megi ekki nota myndir". Höfundarréttur er lögverndaður með svokölluðum höfundarlögum. Það að taka mynd annars á netinu til birtingar annars staðar er lögbrot og þarf höfundur þ.e. "eigandi myndarinnar" ekki að taka það fram sérstaklega, ekki frekar en að það er tekið fram sérstaklega að þú megir ekki taka hluti úr görðunum hjá fólki eða úr búðum án þess að borga fyrir eða fá tiltekin leyfi frá eiganda.

Þetta er mjög augljóst, hér eru höfundarlögin birt: http://www.myndstef.is/Apps/WebObjects/Myndstef.woa/wa/dp?id=1000024

Ég mæli með að þú kynnir þér þau.

Hér er einfaldari skýring:

http://www.myndstef.is/Apps/WebObjects/Myndstef.woa/wa/dp?id=1000058

Hvað gerist ef myndverk er notað í heimildarleysi?

svar: http://www.myndstef.is/Apps/WebObjects/Myndstef.woa/wa/dp?id=1000056

Amason, 30.6.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Sigurjón Guðjónsson

Áttu þá ekki eitt glæsilegt invite á þessa fínu vél sem er hægt að senda á sigurjon (at) sigurjon.com :)

Sigurjón Guðjónsson, 30.6.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Amason

ég skráði bara inn netfangið á þessari slóð http://tineye.com/request_invite og fékk skráningarupplýsingar sendar samdægurs :-) Í prófælnum mínum á þessum vef kemur fram "Invites left: 0" s.s. það er ekki í boði eins og er...

Þetta er bara í beta eins og er og gagnagrunnurinn ekki mjög stór þannig séð, bara um 500 milljónir mynda þ.a. maður finnur kannski ekki mikið eins og er.. samt eitthvað og ekki síst vinsælar myndir...

Amason, 30.6.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband