Álagið eykst...

Álagið í skólanum er búið að vera mikið í haust, ég er í 9 fögum í dagskóla, kvöldskóla og fjarnámi og svo ofan á það er ég að reyna að sinna vinnunni eins og hægt er... Þetta er samt búin að vera mjög skemmtileg önn í skólanum, sjónlistagreinarnar hafa opnað mér nýjan heim.. enda hafa þær greinar staðfest ákvörðun mína á að stefna á háskólanám í myndlist í LHí, bjartsýnin ætlar mér að gera góða tilraun á umsókn í myndlistardeild í LHÍ næsta vor fyrir skólaárið 2008-09, líkurnar eru kannski ekki endilega alveg með manni, ég held að það sé 1 af hverjum 4-6 sem komast inn og svo þarf ég líklega að fá að sækja um á undanþágu en ég "secret-a" þetta bara... hehe... ég skil bara ekki hvers vegna ég hef ekkert gert á þessu sviði fyrr en nú... en jæja, betra er seint en aldrei.. Smile
Nú eru síðustu 2 vikurnar í skólanum eftir og svo er komið að prófum, reyndar er ég bara í einu prófi á próftíma sem þýðir að það er heill haugur af lokaverkefnum, tímaprófum og öðrum skilaverkefnum sem ég er að vinna í og skila á næstu 2-3 vikum... en eins og ég segi alltaf...

þetta reddast...!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband