Snillingurinn Eggert Pétursson...

Ég ákvað að afrita og setja hingað inn athugasemd sem ég setti inn á bloggsvæði hjá Hallsteini félaga mínum þar sem hann fór fögrum orðum um málverkasýningu Eggerts Péturssonar sem stóð yfir á Kjarvalsstöðum fram í byrjun nóvember. Ég ætlaði meira að segja að vera búinn að skrifa hér eitthvað um sýninguna þ.s. ég varð fyrir þvílíkum hughrifum á þessari sýningu...
Ég fór á þessa sýningu seint í október og var gjörsamlega bergnuminn.. Ég er búinn að fara töluvert af sýningum á þessu ári og ég verð að segja að þó það sé ekki einhver djúp pæling að baki þessum verkum hans Eggerts þá á svona "sjónræn fegurðarlist" svo sannarlega rétt á sér og jafnvel meira en annað.. Ef eitthvað er augnakonfekt þá var það þessi sýning. Ég veit ekki hversu oft ég fór hringinn um sýningu Eggerts þarna á Kjarvalsstöðum, ég átti a.m.k. erfitt með að fara frá Kjarvalsstöðum og má segja að ég hafi svona "byggt mig upp" fyrir næstu umferð/næsta hring með því að ganga um og skoða aðrar sýningar á Kjarvalsstöðum á milli þess sem ég gekk aftur inn í salinn, má segja að ég hafi verið að borða snúðinn á milli þess að ég fór inn og hámaði í mig glassúrinn... Sem betur fer fór ég einn þ.a. ég gat gefið mér góðan tíma en því miður gaf ég mér ekki tíma til að fara oftar en í eitt skipti, enda voru fáir dagar eftir þegar ég loksins fór, ég var alltaf á leiðinni... Fegurðin í þessum verkum hans ristir djúpt og hvað gat maður annað en gengið út með bókina hans undir hendinni svona djúpt snortinn.. Samt sem áður þá eru þetta þannig verk að það er ekki hægt að líkja því saman að skoða verkin í öðru formi en original, þessar myndir eru alveg geggjaðar og það liggur við að ef maður væri með 1-3 millur lausar undir koddanum að það væri þess virði að fjárfesta í einu stóru nýju verki hans til að gleðja augun um ókomna framtíð.. Í allra nýjustu verkunum sá maður að hann er aðeins farinn að koma landslagi meira inn í plönturíkið og mér finnst það heppnast vel í því mæli eins og hann gerir þar.. en ok, nóg af þessu blaðri, það skilja eflaust fáir svona hrifningu nema fyrir það fyrsta að hafa farið á sýninguna og í öðru lagi að hún falli að áhugasviði eða smekk fólks..

bara glæsilegt..!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Sæll, ég geri bara eins og þú, afrita af minni síðu og lími það hér

Sæll Arnar, já auðvitað er ég löngu kominn með bloggsíðu enda mikill penni og ritsnillingur. Já sýningin hanns Eggerts var möguð og í fyrsta skipti sem ég fer tvisar á sömu málverkasýninguna og þetta var líka í fyrsta sinn sem mér langaði all verulega í málverk. 

Mér fannst þessi mjög flott en það er bara ekkert varið í að sjá þær litlar enda er hún 95 x 400 cm.

http://www.jr.is/eggertpetursson/myndirstorar/20062007ep95x400.jpg

steinimagg, 20.11.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband