klukkið...

já ég var klukkaður af Hallsteini félaga fyrir nokkru síðan og var nú bara að sjá það fyrst í dag :-S enda ferlega máttlaus hérna í þessu bloggi... ætla samt að bregðast við þessu klukki eins og ég get, ég er kannski að gera þetta vitlaust..?!?:

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Vaktstjóri í Hróa Hetti - 1 ár

Deildarstjóri í Pennanum - 4-5 ár

Togaralöndun á Höfn í Hornafirði - 1 sumar

Eigin rekstur í skiltagerð o.fl. - 15 1/2 ár (þ.a. 11 ár með verkstæði)

 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.

The Machinist (El Maquinista) - súr mynd en svakalega flott útlit og góður leikur 

Monsters Inc - hef endalaust gaman að þessum teiknimyndum í bakgrunninum á heimilinu þegar börnin eru að horfa - "hlusta" mikið á þær og leiðist aldrei

O brother, where art thou? Coen bræður eru bara snillingar 

The Big Lebowski - eiginlega full súr á kafla en ótrúlega góðir karakterar...

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Borgarfjörður

Höfn í Hornafirði

Akranes

Grafarholt (á besta stað)

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Næturvaktin

Svartir englar

Útsvar - tjah, ég horfi stundum á þá þ.a. mér hlýtur að líka þeir

24 - fyrstu seríurnar tók þær á leigunni og horfði á nánast í einum rikk - hef ekki horft á nýrri seríur

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Ísland - hvað er betra en að tjalda með fjölskyldu eða vinum, grilla og njóta frábærrar íslenskrar náttúru!? Og þá skorar hálendi Íslands hátt.

Florida - ferlega fínt að vera þar, væri alveg til í að vera þar mánuð á ári, margt að skoða og endalaus afþreying ef maður vill

Bahama eyjur - fór í siglingu í tilefni brúðkaupsins, ein eftirminnilegasta ferðin, ekki endilega fyrir eyjarnar, frekar bara fyrir siglinguna sjálfa

New York - fór þangað tvisvar áður en borginni var gjörbreytt af stórbrengluðu fólki - náði þá að fara m.a. á topp tvíburanna og taka einhverjar myndir en því miður bara týpískar túristamyndir. Annars fílaði ég mig mjög vel í Central Park, ótrúleg friðsæld þar svona mitt í þessari risastóru borg.

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

flickr.com

mbl.is

visir.is

tskoli.is - námsnetið (vegna skólans)

 

Fernt sem ég held uppá matarkyns: (og sem ég sakna þ.s. að ég má ekki borða þetta lengur :-S)

Heimalagað lasagna

Heimalöguð pizza

mjólk

rjómalöguð humarsúpa

 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft: (þ.s. ég er hálf lesblindur og les ekki bækur verð ég að segja bara pass)

 

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka: (ég þarf að taka mig á í blogginu áður en ég fer að klukka einhverja hehe...)

 

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:

Utan kreppunnar

Þar sem ég er, í faðmi fjölskyldunnar

í skemmtiferðasiglingu á fallegum slóðum

Úti í náttúrunni fjarri byggð 

 

Þannig var nú það... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Það var mikið :-)

steinimagg, 12.10.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband