ánægja...

Frétt á mbl.is í gærkvöldi: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/19/unnu_til_verdlauna_i_idngreinum/

Lengi vel var ég ósáttur við ákvörun mína um að hafa ákveðið að taka þátt í Íslandsmóti iðngreina, þá áður en það hófst, það var vegna tímaleysis þ.s. að ég er á fullu á síðustu metrunum vegna skólans o.fl.. Ég hugsaði með mér bara að þetta myndi reddast þegar ég skráði mig...

Mótinu lauk í gær en það stóð yfir frá kl. 9-18 á föstudegi og 9-12 (13) á laugardegi og svo var verðlaunaafhending kl. 16:30.. þ.a. það fóru meira og minna tveir dagar í þetta. Á milli dagana fór ég svo á tónleika með Jagúar... ekki þá til að skemmta mér heldur til að vinna verkefni í skólanum þ.s. að mynda átti t.d. tónleika.. Fyrst vorum við tvö sem ætluðum að mynda þarna en svo bættist við og á endanum komu 6 úr ljósmyndahópnum á þessa tónleika til að mynda og sá sjöundi var þarna líka að skemmta sér... Þó ég hafi ekki farið til að skemmta mér þá var þetta ótrúlega gaman og ég skemmti mér mjög vel... tónlistin frábær og ég var þarna í n.k. trans með myndavélina og tók myndir alla tónleikana og kom ekki heim fyrr en um kl. 3.. Þ.a. það vantaði ekki þreytuna í gærkvöldi eftir þessa tvo daga..

Ég bjóst vel við því að eftir á myndi ég ekki sjá eftir því svo sem að taka þátt í mótinu, eflaust ágætis reynsla og það... En ég verð að éta það ofan í mig að hafa verið ósáttur með að skrá mig, ekki síst eftir að úrslit urðu ljós.. auðvitað voru þau skemmtileg og komu nokkuð á óvart, taldi líkurnar nokkuð jafnar og gerði mér ekki sérstakar vonir. Samt leiðinlegt smá fyrir hin því allir stóðu sig vel.. allir hefðu átt að fá gullpening.. Maður finnur það betur að það er einhvers virði og ákveðinn heiður að vinna svona eftir á.. Gaman samt að allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal og Wacom teikniborð að gjöf (ég á þá þrjú.. - get eflaust skipt og fengið eitthvað sniðugt í staðinn, nema ég fari bara að safna teikniborðum, ekki ólíkt mínu safnaraeðli haha) að auki fékk ég gullpening sem slær stolti í hjarta.

Nú er ég bara þakklátur fyrir þetta allt og lífið heldur áfram sinn gang... tímapressan gífurleg í skólanum þ.s. ég er ekki alveg á nógu góðu róli í verkefnavinnslunni og allt of margt sem ég þarf að gera næstu tvær vikurnar og þá ekki bara í skólanum... Ég er að fara að taka myndir fyrir lokaverkefnið í dag, þarf að treysta á að allt gangi þar eins og í ævintýri... þemað er reyndar "ævintýri".. Töluverð fyrirhöfn þar og því lætur stressið meira á sér kræla þ.s. ég hef eiginlega bara eitt tækifæri... En þetta reddast eins og ég segi svo oft.. Smile Eflaust verður svefn af skornum skammti næstu tvær vikurnar og svo verður þetta bara allt búið.. ótrúlegt hvað þessi skólaganga hefur liðið hratt.. eitt og hálft ár búið bara áður en maður veit af, miklum ánægjukafla sem er að ljúka. Við skólalok þá er það dapurlegast að missa félagsskap frábærra skólafélaga en ég hef kynnst mikið af frábæru fólki, bæði kennurum og nemendum og vonandi eignast einhverja kunningja og vini sem halda sambandi inn í framtíðina... 

framtíðin er björt... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband