4.4.2008 | 00:50
Magaspeglun...
aldrei neitt sérlega spennandi að fara í það, er að fara í slíka í fyrramálið, eins gott að ég sofni þá..Reyndar er meira verið að skoða vélindað þ.s. að aðgerð er framundan eftir skólalok í vor..
Ég fór annars að pæla í hvers vegna er þetta kallað speglun, er þetta ekki meira svona magamyndataka..?Varla koma myndirnar öfugar út hehe...
fastandi...
Athugasemdir
Vonandi gengur vel í magaspegluninni.
Ég fór í magaspeglun fyrir stuttu. Hef farið í margar áður og alltaf kviðið fyrir. Finnst svo vont að kyngja þessu speglunartæki, Það er eins og maður sé að kafna.
Núna, datt mér í hug að prófa að segja lækninum að ég væri með mjög þröngt kok og sjá hvort farið yrði varlegar með mig.
'Jæja', sagði doksi. 'Þá förum við öðruvísi að þessu.' Svo renndi hann bara tækinu áreynslulaust á örskotsstundu niður í maga. Þurfti ekkert að rembast við að kyngja í sífelllu til að koma tækinu niður. Fékk kæruleysissprautu áður en ég fór í þetta og svaf svo eins og steinn á eftir.
Svava frá Strandbergi , 4.4.2008 kl. 01:50
Nei satt segir þú.. ég hef farið nokkrum sinnum í svona magaspeglun, yfirleitt næ ég bara að sofna fljótlega þ.a. þá er maður laus við upplifunina en ég hef líka verið vakandi þegar það er verið að reyna að troða barkanum niður í maga, það er frekar ömurlegt.
Síðast þegar ég fór þá særðu þeir mig svo illa að ég gat verið í stórhættu og var sendur agút í röntgen beint úr spegluninni, voru hræddir um að það hefði rifnað gat eða eitthvað sem getur a.m.k. verið lífshættulegt.. En sem betur fer var það ekki svo slæmt, bara illa sært vélindað. Því kveið mér enn meira fyrir nú en áður vegna hættunnar sem ég lenti í síðast. Ég lét vita vel um það núna svo það væri farið varlega. En ég man ekki einu sinni eftir að það hafi verið byrjað, það hefur bara slokknað á mér stuttu eftir kæruleysissprautuna og svo vaknaði ég aftur rúmum klukkutíma síðar.. smá vankaður að sjálfsöðgu og er enn, enda bara rétt einn og hálfur tími síðan þegar þetta er skrifað. Ég fór eins seint að sofa og ég gat líka síðustu nótt til að vera nógu þreyttur og á biðstofunni þá var ég að reyna að lesa sem mest en vegna n.k. lesblindu þá hef ég sáralítið úthald við lestur og þreytist gífurlega við það, þ.a. þetta tvennt hefur eflaust hjálpað upp á að ég steinsvaf yfir speglunina. :-)
Amason, 4.4.2008 kl. 12:06
Ég er ekki hissa á að þér hafi kviðið fyiir eftir að lenda í því að þeir særðu þig svona illa. Flot að þetta gekk vel núna.
Svava frá Strandbergi , 4.4.2008 kl. 17:59
Uff, fékk í litlu vömbina þegar ég las þetta, frábært að þetta gakk vel, hef farið tvisvar, fyrra skiptið ver fínt en seinna uss, að þurfa að kyngja þessari garðslöngu er skelfilegt, fer aldrei aftur.
Stuðkveðja úr Mosó
steinimagg, 5.4.2008 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning