28.11.2007 | 02:41
Neyðarlínan ótraustvekjandi?
já það er með ólíkindum að hann skuli hafa lifað þetta af 79 ára gamall maðurinn í jökulköldu vatninu, líkamshitinn fór niður í um 25 gráður. En maðurinn er núna allur að koma til og er kominn úr öndunarvél.
Það virðist safnast upp fleiri og fleiri tilvik þ.s. neyðarlínan er ekki að virka sem skyldi. Þarna var það greinilega vegfarandinn úr björgunarsveitinni sem hafði mikið að segja og má segja tilviljun að ekki fór verr þ.s. neyðarlínan stóð sig ekki sem skyldi, a.m.k ekki út frá þessarri frétt að dæma. Það væri áhugavert að sjá skýrslu neyðarlínunnar um málið, hvað olli því að nálægt klukkustund hafi liðið frá því að tilkynning barst að útkalli, það er bara hneyksli ef þetta er eins og það lítur út fyrir að vera. Öryggistilfinning gagnvart neyðarlínunni fer dvínandi myndi ég segja. Maður er að heyra sífellt fleiri dæmi um misbresti á eftirfylgni tilkynninga til neyðarlínunnar. Fyrir mér finnst mér neyðarlínan þá virka bara sem flöskuháls á neyðartilfelli, væri ekki bara betra að hringja beint til lögreglunnar eða á sjúkrabíl eftir því sem við á - eða hvað? A.m.k. ef málum er ekki sinnt betur en þetta. Auðvitað er þetta ekki algilt en eitt svona dæmi er of oft, starfsmenn neyðarlínunnar þurfa að starfa af sömu ábyrgð og heilaskurðlæknar þ.s. líf geta verið í húfi.
En allt í lagi, leyfum þeim að njóta smá vafans þar til einhver skýring kemur frá þeim á þessum tíma sem leið frá tilkynningu að útkalli. Þessi frétt setur a.m.k. svartan blett á neyðarlínuna.
![]() |
Klukkustund að útkalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning