Hvað er hún í megapixlum?

"Samkvæmt International Herald Tribune var það safnari sem keypti vélina í einkasafnið sitt."

Nú, vantaði honum ekki bara vél til að taka fjölskyldumyndir??

Nei annars held ég að það væri ekki amarlegt að eiga svona dýrgrip í glerkassa í stofunni hjá sér.. já og þá kannski aðeins stærri stofu og efnahag í stíl við vélina... hehe 

Það væri kannski leið að fjármagna svona græju með því að taka einhverjar listamyndir með henni, stækka upp á sýningu og halda sýningu og framleiða aðeins 3 eintök af hverri mynd, jafnvel bara eitt.. þannig yrðu þær myndir svakalega dýrmætar þ.s. það eru ekki margar myndir teknar á svona vélar í dag.. eee núú, eru græjurnar ekki annars málið, mér hefur sýnst það á öllum tækjadellugaurunum í dag..

Annars eitt af því betra sem ég hef heyrt í tengslum við tækjadelluna sem er í gangi hérna í ljósmyndaheiminum á Íslandi er að "þegar maður kaupir dýran ljósmyndabúnað þá er maður orðinn ljósmyndari en þegar maður kaupir dýra þverflautu þá er maður orðinn eigandi af dýrri þverflautu...!" Þannig er hin brenglaða mynd á íslenskum ljósmyndamarkaði í dag, ljósmyndari sagði mér þetta og mér fannst þessi setning smellhitta naglann svo gjörsamlega á höfuðið..


mbl.is Leica fyrir 30,6 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Það er stundum alveg bráðfyndið að lesa sumt á ljósmyndakeppni.is, græjudellan er alveg að fara með suma, ég var og er slæmur en sumir eru frábærir.

steinimagg, 22.11.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband