Freistingar..freistingar...

Maður getur alveg skilið freistinguna að stíga smá á pedalann ef manni gæfist færi á að setjast undir stýri á svona tryllitæki... en samt, ég held að í svona farartæki þá yrði maður að standast freistinguna og stíga ofurvarlega á pedalann... Þetta hlýtur að vera mikið áfall fyrir gaurinn sem stóðst ekki freistinguna og skiljanlega þarf hann á áfallahjálp að halda eftir þetta óhapp... Vonandi læra aðrir á þessu og ekki síst þessi sem tjónaði þetta tryllitæki...

Þessu smá skylt þá var ekki alls fyrir löngu uppi hugmyndir um að setja takmörk á afl bíla sem yngstu ökumennirnir mega setjast undir stýri í... mér skilst að það tíðkist í einhverjum norðurlöndunum og jafnvel víðar en mér finnst þetta bráðsnjöll hugmynd... Þetta á alveg eins rétt á sér og eiginlega ekkert síður en að meiraprófsaldurinn sé hærri.  Jafnvel mætti þrepaskipta þessu, t.d. 17-20 ára, 21-25 ára og svo 26 ára og eldri... Ég hefði vel sætt mig við það þegar ég var á þessum aldri enda stílaði ég þá inn á sparneytni fyrst og fremst, meðal þriggja fyrstu bíla minna voru tveir Daihatsu Charade.. reyndar fékk ég mér svona meðalorkumikinn Civic ESi þegar ég var 21 árs og var það líka bara meiri en nóg orka... Ég er ekki viss um að einn jafnaldri minn, vinur og frændi hefði verið mjög sáttur við einhver orkutakmörk þá, hans aðalástríða var að eiga þvílík tryllitæki sem kæmust sem fljótast í hundraðið og gekk meira að segja svo langt að taka varadekkið úr bíl til að reyna að vera sneggri...  Hann tók út mikla útrás fyrstu skírteinisárin sín og átti 2-3 brjáluð Mustang dýr og náði að hálfpartinn rústa einu þeirra... Svo allt í einu þegar hann var aðeins eldri þá gíraði hann sig svakalega niður og fékk sér Charade og keyrði á 80km hraða úti á þjóðvegum... það segir sitt um þroskann hjá okkur mannkyninu... sama hvað hver segir þá er maður líklegri til að taka sénsa og keyra eins og vitleysingur fyrstu bílprófsárin en þegar maður verður eldri... þó svo að það sé ekki algild regla en þó eru líkurnar þannig að svona lög ættu fyllilega rétt á sér... Ég er ekki að segja að ég hafi verið alsaklaus en samt náði ég oftast að hemja mig meira en margir aðrir... Ég fékk reyndar ágæta útrás með því að kaupa mér gamla Daihatsu Charmant druslu eins og vinir mínir í sveitinni áttu líka, annar þeirra áðurnefndur Mustangeigandi, og við vorum að rallast á utanvegaslóðum á þessu eitt sumarið og var mikið fjör og gaman...
Undanfarin 1-2 ár hef ég reynt að bæta mig meira í umferðinni, reyni að vera umburðarlyndari gagnvart öðrum og slaka meira á... þó það gangi kannski ekki alltaf þá hef ég náð einhverjum árangri með þetta... að vísu afrekaði ég þá skömm að fá á mig hraðasekt í vor, sennilega þá fyrstu í 10-12 ár.. þá var ég sektaður fyrir að vera á 76km hraða á Milklubrautinni þegar ég fór yfir gatnamótin yfir Kringlumýrarbraut... Myndavélar höfðu þá verið settar upp á nokkrum stöðum, bara held ég daginn áður, þ.a. meira er nú af þeim en áður... það er bara gott mál... Það voru líka fleiri en ég sem fengu flassið framan í sig á sama tíma á þessum gatnamótum þ.s. umferðin var á þessum hraða þarna en þarna er 60km hámarkshraði... Eitt af því sem hefur kannski pirrað mig mest er þegar umferðin gengur nokkuð hægt og sá sem er lengst til vinstri keyrir hægar en hinar akgreinarnar, sérstaklega áberandi stundum þ.s. hámarkshraði er 80 og bílar keyra um á 60-70... það getur verið pirrandi og mér algjörlega óskiljandi hvers vegna fólk gerir þetta þ.s. það er af og til talað um þetta í fjölmiðlum... Ég myndi styðja það að sett verði upp skilti við akbrautir þ.s. 2 eða fleiri akreinar eru í sömu átt þ.s. bent er á að vinstri akreinar eru ætlaðar til framúraksturs og hægari umferð er þá alltaf til hægri...  Þó ég keyri mikið á vinstri akreinum og fylgi stundum hraðari umferðinni þá flokka ég mig ekki sem neinn glanna og er alls ekki frekur í umferðinni.. umburðarlyndið vegna aksturslags annarra er kannski það sem mætti bæta aðeins (án þess að það sé að bitna á öðrum en sjálfum mér) en ég er að vinna í því...

Keyrum varlega...


mbl.is Missti stjórn á 500 hestafla ofursportbíl sem endaði á umferðarskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband