Ljósmyndasýning í ráðhúsi Reykjavíkur...

S.l. laugardag opnaði Fókus, félag áhugaljósmyndara, ljósmyndasýningu í ráðhúsi Reykjavíkur, sýningin ber yfirskriftina "Mannlíf í Fókus".  Að venju þá tek ég þátt í sýningunni en ég hef tekið þátt í öllum sýningum félagsins að undanskilinni einni skjávarpasýningu. 

Ekki gekk allt eins og skildi hjá mér varðandi þessa sýningu..
Ætlunin hjá mér er að fara að bjóða upp á þjónustu við að prenta ljósmyndir á striga.  Ég hef reyndar eitthvað verið að því að prenta ljósmyndir á striga s.l. tæp tvö ár en ekki boðið upp á það almennt.  Ég prentaði nokkrar myndir á striga fyrir sýningu félagsins vorið 2006, þá lenti ég í talsverðum vandræðum með útkeyrsluna og allt gekk á afturfótunum.. það fór svo að lokum að ég varð að láta nægja að koma myndum tveggja annarra Fókusfélaga á sýninguna en mínar myndir náðu ekki upp fyrir opnun.  Þær fóru þó upp sama dag að mig minnir. 
Núna átti ég að vera nokkuð klár í slaginn, þrátt fyrir að vera að ljúka skólanum rétt fyrir opnun sýningar ákvað ég að bjóða sýnendum upp á þessa þjónustu og leitaði fjórðungur sýnenda til mín með myndir sínar.  Strax eftir lok skólans planaði ég svo að taka þrjá daga í að ganga frá myndunum, miðvikudag-föstudag.  Það má segja að flest hafi farið úrskeiðis, ég fékk eitt versta verkjakast í höfuðið sem ég hef fengið frá slysinu sem ég lenti í fyrir rúmum 2 árum og var sárkvalinn heima í vel á annan sólarhring.  verkirnir minnkuðu svo smám saman á fimmtudegi þ.a. þá loks gat ég farið að sinna myndunum fyrir sýninguna. 
Tölvan hafði verið eitthvað að stríða mér, var hægvirk en á föstudeginum snarversnaði hún og gekk lítið sem ekkert að vinna á tölvunni, dagurinn var búinn og það var komið kvöld.  Einhverra hluta vegna þá skiluðu litirnir sér alls ekki rétt frá tölvu yfir í prentarann þ.a. ég þurfti að fara að litastilla eftir auganu með því að gera margar prentprufur eins og var með myndirnar fyrir sýninguna árið á undan.  Það eina sem var í stöðunni var að halda áfram og stefna á að ná þessu fyrir morguninn.. Ég hamaðist allan föstudaginn og svo alla laugardagsnóttina við að ná ásættanlegum gæðum úr prentaranum, smám saman náði ég að prenta myndirnar og ganga frá þeim á blindramma og náði svo að lokum að koma öllum myndum á sýninguna fyrir opnun en því miður þá náði ég ekki að koma minni mynd upp fyrir opnun.  Þetta var alveg skelfilegt "dejavu", mér fannst eins og ég væri staddur í hræðilegri martröð, sagan endurtók sig frá því árinu á undan og eftir vel á annan sólarhring í vöku þá var ég við það að gefast upp.  Það var afskaplega súrt og leiðinlegt að lenda í þessu aftur að missa af opnun stórsýningar félagsins, bæði það að geta ekki verið viðstaddur og eins að ná ekki að koma minni mynd upp.  En ég hélt áfram.. tölvan bara versnaði og ég gat orðið ekki opnað sum forrit í tölvunni, ekki einu sinni tölvupóstinn.  Svo loksins náði ég að senda mína mynd yfir í prentarann, ég sat fyrir framan prentarann meðan myndin var að prentast út en svo þegar myndin var rétt rúmlega hálfnuð þá bara stoppaði prentarinn!!!  Ég vissi ekki hvert ég ætlaði... en ég var of þreyttur til að rjúka út og hlaupa Ármúlann fram og til baka öskrandi þ.a. ég reyndi þá bara aftur.. eftir nokkrar tilraunir þá loksins kom ég prentaranum af stað aftur til að prenta.  Andri Már (Fókusfélagi?) kíkti þá við hjá mér á þeim tíma og þegar myndin var farin að keyrast rólega út úr prentaranum þá kom í ljós að litirnir voru alveg út úr kú!  aaaaaaarrggg!  Þá var ekkert annað að gera en að endurræsa allt dótið og reyna aftur.. eftir smá tíma þá fór prentarinn loks aftur af stað og að lokum náði ég að prenta myndina út þ.a. hún leit þokkalega út.  Ég skellti henni svo á blindramma og dreif mig með hana niður í ráðhús og setti upp í lok fyrsta sýningadags.  Sem betur fer náði ég þó að ganga frá myndum annarra fyrir opnun sýningarinnar og þar er fyrir öllu.  En samt.. þá sendi ég út tölvupóst til nokkurra aðila og bauð á opnuna eða að kíkja á sýninguna síðar... ég vona bara svo innilega að enginn þeirra hafi verið viðstaddur opnunina því það er leiðinlegt að hafa þá ekki verið viðstaddur og mín mynd ekki á staðnum.. Ég hef a.m.k. ekki fengið skilaboð eða heyrt neitt um það ennþá...
Í gær og í dag þá hef ég verið að vinna í því að koma tölvudótinu í lag og var loksins að ná eðlilegri virkni milli tölvu og prentara, ég þarf að skipta út a.m.k. 1-2 myndum á sýningunni og er að vinna í því í dag, hugsanlega skipti ég líka minni mynd út ef ég hef tíma þ.s. ég var ekki alveg sáttur með prentunina..

Þetta er líklega í 3. skiptið sem ég lendi í einhverjum fáránlegum hrakförum rétt fyrir opnun sýningar félagsins og í annað skiptið sem mínar myndir komast ekki upp fyrir opnun... Eftir þetta þá þarf töluvert til svo að ég taki þátt í fleiri sýningum í félaginu þ.s. að það virðist hvíla einhver bölvun yfir þátttöku minni í þessum sýningum.. eru þetta einhver skilaboð...?  

 

Skilaboðin eru komin til skila...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband