28.4.2007 | 21:48
Lærdómur við erfiðar aðstæður...
Bara til að halda í hefðina, mánaðarleg bloggfærsla...
Ég er að fara yfir um af lærdómi þessa dagana og svo demdist yfir mig höfuðverkjakast af verstu sort í gær sem ég hef ekki enn komist út úr... svo sem hefði ég mátt búast við því þ.s. ég fæ svona slæmt kast líklega 2-3svar í mánuði en samt er þetta hræðilega óheppileg tímasetning... ég hef reynt að leggja mig og reyna að ná þessu úr mér með smá slökun en allt kemur fyrir ekki, verkjalyf hafa einhver áhrif en samt er ég orðinn ansi þreyttur á þessu, ætli maður verði ekki að fara aftur í heilascan núna í vor eftir skólann, þetta gengur ekki svona... Ég er búinn að vera svona í hausnum alveg frá bílslysinu fyrir rúmum 2 árum... Hausverkur 2 af hverjum 3 dögum er ansi niðurdrepandi.. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað!!?!
En hvað um það, ég reyni eins og ég get að klára sem mest af þeim verkefnum sem ég þarf að skila núna á síðustu metrunum í skólanum, þetta höfuðverkskast mitt nú mun eflaust koma niður á skilum á verkefnum en svona er þetta nú bara... metnaðurinn hjá mér er það mikill að ég vil skila toppvinnu af mér í öllu, svekktur þegar ég næ ekki 10... svo sem lítið um annað hingað til þ.a. ég er vel sáttur.. nú verð ég bara að vona að ég nái að skila öllu bærilega af mér og þá ekki alveg eins mikið nostur lagt í allt en vona að það komi ekki niður á einkunnum.. annars verð ég bara að bíta í það súra en það er fúlt þegar hausverkurinn hefur þessi áhrif... ...á morgun er kominn nýr dagur...
Má ekki vera að þessu...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning