15 fermetra prentun...

Mikið svakalega er ég ánægður með afrek dagsins.  Ég er í vinnunni eins og svo oft ef ég er ekki heima að læra eða í skólanum.

Ég hef eiginlega forðast það að taka að mér risastór prentverkefni, kannski að hluta til hræðsla við þau enda má ekkert klikka svo maður komi ekki bara út í mínus með þetta.. Þó hef ég prentað eitt og eitt sæmilega stórt en þetta sem ég var að ljúka við að prenta er samt það stærsta sem ég hef prentað í einu lagi, samtals 16-17 fermetrar af segldúk og prentunin sjálf vel á 15. fermeter.. góður slurkur af bleki sem fer í það... Þessi prentun jafnast á við 230stk A4 blöð fullþakin bleki.
Það er skemmst frá því að segja að þetta gekk mjög vel og alveg áfallalaust enda undirbjó ég þetta vel og gerði nokkrar prufur. Það tók prentarann 2klst og 35 mínútur að prenta þetta. Það sem ég var að prenta er svo sem ekkert stórmerkilegt, bara frekar einföld vektoruppsetning fyrir einhvern útsölumarkað... Gaman samt hvað þetta gekk vel..

Jæja, þá er það bara að halda áfram... ég ætla að prenta nokkrar strigamyndir og koma mér svo heim þegar ég er búinn með það í kvöld...

Alveg útprentaður...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband