Ég lifi...

Það virðist ætla að skapast hefð um það að ég ég skrifi hér bara einu sinni í mánuði... Ég er s.s. á lífi.. 

Ég gerði a.m.k. ráð fyrir að blogga miklu meira, bloggið hefur verið alveg aukaatriði hjá mér þ.s. að ég hef afskaplega lítinn tíma aflögu eftir að nám, vinna og svefn hefur tekið sinn skerf, ef ég myndi reikna það út þá yrði niðurstaðan einhver mínustala..

Síðast þegar ég skrifaði síðast þá talaði ég af mikilli bjartsýni um að leyfa mér um 4ra tíma sjónvarpsgláp á viku.. þar talaði ég um að horfa m.a. á Heroes, Survivor og Lost.. Ég hef varla náð að sita í klukkutíma á viku fyrir framan sjónvarpið síðasta mánuðinn.. ég hef samt náð að fylgja Lost eftir og Survivor en nánast aldrei "í beinni", horfi bara á upptökur og nota tímann þegar ég er að borða til þess en þegar ég horfi á þetta "í beinni" þá er ég með sjónvarpið á í tölvunni í litlum glugga uppi í horni og fylgist með svona með öðru á meðan ég er að læra.. Ég er kominn 4-5 vikur aftur úr með Heroes, en ég komst sem betur fer yfir meirihluta þáttanna í fyrstu seríunni hjá kennara í skólanum þ.a. kannski næ ég að vinna þetta upp um páskana.. eins og það eru nú fínir þættir. Og nú hefur Formúlan bæst við, ég hef horft á hverja einustu keppni frá því 1998 og náði að horfa á keppnina um helgina með hraðspólun á meðan ég borðaði þ.s. ég tók hana upp.  Mikið svakalega var samt skrítið að horfa á þetta, minn maður farinn að keyra hjá aðalkeppinautinum, rautt einhvern veginn klæðir hann ekki.. en samt.. ég held áfram með honum og vona að hann verði heimsmeistari.. Svo er sá sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér síðustu tvö ár farinn að keyra fyrir mitt lið... Alonso.. kannski maður fari þá að fíl'ann bara fyrir að vera kominn í McLaren gallann.. En hjá þeim er Hamilton þá orðinn "minn maður", mikið svakalega væri nú gaman að sjá Hamilton standa uppi í hárinu á Alonso, eins og hann gerði reyndar lengi vel um helgina, það sýnir bara að Alonso var með einstaklega góðan bíl síðustu tvö ár.. jújú, auðvitað er hann góður en samt ekki eins góður og Raikkonen.  MS er farinn og þá einhvern veginn er formúlan einhvern veginn eins og höfuðlaus her.. en þetta venst... Spennandi verður að fylgjast með þessum gaurum, ég rétt náði að henda saman einhverju liði í Liðstjóraleiknum á www.motorgames.eu en þ.s. að ég hafði engan veginn tíma til að stúdera samsetningu liðsins eins og ég hefði viljað þá náði ég ömurlegum úrslitum, er einhversstaðar á milli 6-700. sæti eftir fyrstu umferð (enda mjög óheppinn þ.s. flest sem ég valdi í liðið gekk illa um helgina) en þá er líka eins gott að ég nái að breyta liðinu og snúa dæminu við í næstu keppni.. ég lenti í 2. sæti í fyrra og það væri nú gaman að ná a.m.k. í topp 50 í ár..  Fyrir einhverja heppni þá grísaði ég svo saman góðu liði fyrir annan eins leik á sama vef sem virðist vera opinn fyrir alla Evrópu (ég hef bara ekki haft neinn tíma til að skoða hvernig þetta virkar) og er í 3. sæti þar eftir 1. umferð.

Verkefnavinnan í skólanum jókst gífurlega síðasta mánuðinn og ok.. kannski er ég að nostra full mikið við verkefnin en maður nær ekki árangri nema að leggja sig fram.. enda get ég ekki annað en verið sáttur með þær einkunnir sem komnar eru, vel sáttur..  Ég er samt alveg stórundrandi á því hversu mikið maður verður var við metnaðarleysi í skólanum, mætingin er sérstaklega slæm. Svona afleit mæting þekktist ekki í FVA þegar ég var þar fyrir 16 árum, það hefur verið alveg upp í 60-70% af nemendum fjarverandi í tímum og kannski að jafnaði um 30%.. sussumsvei.. Fólk spáir líklega flest meira í að rétt slefa áfangana til að ná í einingar heldur en að "læra" eitthvað.. Ok, ég viðurkenni alveg að ég var miklu kærulausari þegar ég var í FVA en samt var þetta ekki svona algengt.  Námið þá var almennt ekki nærri því eins skemmtilegt eins og þessar greinar sem ég er í núna (auðvitað er það nám líka kennt í dag en þessar sérgreinar eru skemmtilegar), mér finnst ég mest bara vera að "leika mér". Mest er þetta tölvuvinnsla þar sem maður er að hanna eitthvað, vinna í ljósmyndum, stuttmyndagerð o.s.frv. Auðvitað er þetta bara persónubundið og áhugi fólks er misjafn.

Eitt verkefnið var að hanna logo, nemendur máttu velja á milli þess að hanna logo með upphafsstöfum sínum eða að taka þátt í Logokeppni framhaldsskólanna. Mér fannst meira spennandi að taka þátt í keppninni en þar átti að hanna logo fyrir Forritunarkeppni Framhaldsskólanna en logokeppnin er haldin samfara þeirri keppni á hverju ári.. Logoið sem lendir í fyrsta sæti er svo notað í allt kynningarefni Forritunarkeppni framhaldsskólanna á næsta ári.. Það var svo ekkert smá gaman að komast að því að mitt logo sigraði í keppninni. Fyrir það fékk ég peningaverðlaun frá Glitni og Kaupþingi og vöruúttekt í Gallerí List, ekki slæmur bónus það.. Í ofanálag þá veitti Iðnskólinn sínum nemendum viðurkenningu fyrir góðan árangur því Iðnskólanemendur voru einstaklega áberandi meðal vinningshafa í báðum keppnum, efstu þrjú sætin í logokeppninni skipuðu nemendur frá Iðnskólanum, ég er ekki búinn að fá viðurkenninguna en það gleymdist að boða vinningshafana í logokeppninni á litla viðurkenningarathöfn í sal skólans mér skilst að ég fái minnislykil og tölvuleik.. ég verð þá líklega á fullu í Pac Man í sumar Tounge..

Arna Rós sló heldur betur í gegn þegar hún tók þátt í sinni annarri keppni á www.dpchallenge.com. Við gáfum henni myndavél í jólagjöf og hún er búin að vera að taka eitthvað af myndum og er mjög áhugasöm.  Ég er reynt að kenna henni eitthvað en vildi að ég hefði haft meiri tíma, bæði til að fara út að mynda með henni og kenna henni betur.  Eftir þennan stutta tíma þá virðist vera að hún hafi gott auga. Haldnar eru 4-5 þemakeppnir í hverri viku og svo mánaðarlegar keppni þar sem að myndefni er frjálst og fólk sendir þar inn sína bestu mynd frá liðnum mánuði.  Flestir taka þátt í þessum keppnum.  Við Arna Rós erum að reyna að stefna að því að taka þátt í öllum þessum mánaðarlegu keppnum frá síðustu áramótum.  Það er skemmst frá því að segja að Arna Rós náði 2. sæti af rúmlega 600 þátttakendum og gjörsamlega rústaði mér en mín mynd lenti í 47. sæti. Arna Rós sem er 9 ára varð sú yngsta í sögu vefsins til að lenda í verðlaunasæti en sá sem var yngstur áður var 12 ára.  Árangur hennar og myndir hafa vakið mikla athygli, einhver setti link á myndina hennar á www.b2.is og var linkurinn sá næst vinsælasti á vefnum í nokkra daga, umræða á spjallborðum var töluverð líka.. DV og Fréttablaðið höfðu samband við okkur og vildu endilega taka viðtal við okkur en DV náði ekki í mig en Fréttablaðið tók viðtal við okkur feðginin og birti myndina hennar. http://farm1.static.flickr.com/180/420246600_2a7b646c41_o.jpg . Í skólanum hefur henni svo verið boðið að vera með myndasýningu á tjaldi einn daginn en ég þarf þá auðvitað að hjálpa henni með það.  Við foreldrarnir erum afskaplega stolt og vonum að hún rækti sig áfram í þessu nýja áhugamáli sínu.  Auðvitað er heppni stór partur af ljósmyndun eins og í allri list en samt verður það ekki tekið af henni að hún er með gott auga og með góðu auga þarf minni heppni.

Jæja, samviskan nagar mig.. nú hef ég eytt óþarflega miklum tíma í þetta innlegg og læt þetta duga í bili..

þangað til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband