Nám er vinna...

Jæja, um mánuður er liðinn síðan ég setti færslu hér inn síðast.  Kannski ekki furða þ.s. ég var rétt að byrja í skólanum síðast þegar ég setti færslu hér inn og nýkominn úr smá ljósmyndatúr.  Ekki furða segi ég... já ekki furða því það er búið að vera þvílíkt álag á mér þ.s. ég er að reyna að standa mig sem best í skólanum og svo er ég jú með fyrirtæki sem ég er að reka líka og vinn þar þegar ég er ekki að læra... Ég þarf að læra slatta og enn meira ef maður vill ná góðum árangri.. það er eins og ég sagði, "Nám er vinna!". 

Eftir fyrsta mánuðinn í skóla í næstum 16 ár frá því að ég var í Fjölbraut á Akranesi þá er ég svona að ná tökum á að læra, s.s. maður þarf eiginlega að byrja á því að læra að læra.  Þetta nám sem ég er í er grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina en eftir það taka við sjö sérsvið og þ.á.m. ljósmyndun sem ég stefni á.  Ég geri ráð fyrir að klára grunnámið í haust, enda verður ekki mikið eftir þá, svo stefni ég á sérnámið í ljósmyndun á vorönn 2008. 

Til marks um álagið hjá mér þá hef ég ekki tekið eina einustu ljósmynd frá því að ég setti innlegg hér síðast, ekki það að ég hefði svo sem alveg getað það en ég hef kosið að eyða um 4 klst á viku í að liggja flatur fyrir framan sjónvarpið, horft á bíómyndir.. reyndar held ég að ég hafi bara séð eina síðasta mánuðinn.. og svo horft á nokkra sjónvarpsþætti, Ég er búinn að velja það að fylgjast með þremur þáttum a.m.k., tveimur á Skjá einum, Heroes og Survivor og svo Lost í Sjónvarpinu. Reyndar finnst mér orðið hálf þreytandi að horfa á Lost, það gerist svo ferlega lítið í þáttunum... en samt, það er eitthvað við þessa þætti ennþá... Svo mun ég nú horfa á restina af Top model, segjum nú bara að ég sé að stúdera ljósmyndasessionin þar Tounge. Svo gleymir maður sér einstaka sinnum í einhverju stússi í tölvunni af og til og auðvitað þarf fjölskyldan sinn part af minni athygli..  Reyndar er það ekki rétt að ég hafi ekki tekið ljósmyndir síðasta mánuðinn, ég tók heilar 25 myndir á um 10 mín fyrir einn tímann í skólanum síðasta fimmtudag en þar var okkur sett fyrir að dúndra myndum á eina 24 mynda filmu sem við svo framkölluðum, myndefnið skipti ekki neinu máli.. enda voru nú ekki miklar pælingar að baki þessum myndum, ég hljóp í kringum og inn í Hallgrímskirkju og náði að eyða filmunni þannig... 

En það er eins gott að ég standi mig í stykkinu því ég setti mér það takmark að taka þátt í öllum Free Study keppnum á DPC á þessu ári sem eru mánaðarlega, en þá þarf ég að taka a.m.k. eina mynd í hverjum mánuði... Ég get kannski gefið mér smá tíma og myndað eitthvað um næstu helgi.. Ég sendi a.m.k. mynd í janúarkeppnina sem náði ótrúlega hátt miðað við það sem ég bjóst við, 20. sæti af 557.  Mér fannst ég ekki vera með neitt ofboðslega góðar myndir að velja úr.  Þó eru a.m.k. tvær aðrar myndir sem mér finnst betri en ég ákvað að senda þessa inn þ.s. hún er svona "venjulegri". Þetta er myndin:

Vík í Mýrdal 13. janúar 2007

Ég verð að fara að taka fleiri myndir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband