AHÓA...

Ég er í tveimur ljósmyndafélögum, AHÓA og Fókus.  Ég er einn stofnfélaga Fókus en félagið var stofnað vorið 1999 og er opið öllum, um síðustu áramót voru félagar tæplega 80.  AHÓA er mun nýrra, það samanstendur af fjórum áhugaljósmyndurum;

Arnar Már Hall Guðmundsson - Amason (ég)

Heiða Rós Helgadóttir

Ólafur Haraldsson

Andri Már Helgason

 

Upphaf þess félags má rekja aftur til sumarsins 2005 en í Fókus var venjan að fara í ljósmyndaferð í júlí.  Við vorum nokkur sem höfðum brennandi áhuga á að fara í ferð og gátum farið í byrjun júlí en það var ekki Fókusferð þá.  Þ.a. í samvinnu við hin fór ég að leggja drög að ferðaáætlun... Það endaði svo með því að við fórum fjögur í 5 daga tjaldferð, fyrir ferðina datt mér í hug að merkja bílinn sem við vorum á og ég setti saman stafina AHÓA úr upphafsstöfum okkar... Ég gerði svo líka merkingu fyrir heiti ferðarinnar, þ.e. "Aránd Æsland 2005".  Við keyrðum hringveginn og tókum smá aukakróka, við fórum niður í Ásbyrgi og upp að Herðubreiðarlindum.  Í ferðinni reyndum við að taka hópmyndir til skiptis á klukkutímafresti og var iðurlega öskrað "AHÓA" þegar komið var að hópmyndatöku...

Okkur þótti ferðin heppnast svo vel að við fórum strax að tala um aðra ferð sumarið 2006 og byrjuðum að skipuleggja hana snemma árs 2006.  Ferðin var svo farin f.p. júlí og var farið yfir enn meira svæði en árið á undan og í stuttu máli var ferðaplanið þetta: Reykjavík-Suðurlandshálendið-Kerlingafjöll-Kjölur-Mývatn-Askja-Ásbyrgi-Langanes-Ásbyrgi-Rauðasandur (á Vestfj.)-Látrabjarg-Flatey-Reykjavík.  Ferðin stóð yfir í viku og var gist allar nema eina nótt í tjaldi, því miður komst Heiða ekki með í þá ferð sökum vinnu...  Þessi ferð var ekki síður vel heppnuð, veðrið lék við okkur megnið af ferðinni... Ferðin hlaut að sjálfsögðu heitið "Aránd Æsland 2006" og merkti ég bílinn vel með nýju logoi og að auki útbjó ég boli með logoinu handa okkur og bjó til slagorðslogo á bolina og á bílinn... Í lok ferðarinnar ákváðum við að setja upp vef þ.s. við getum safnað saman myndum úr þessum ferðum, gott veflén var keypt og er stefnt að því að koma vefnum á koppinn fljótlega... Þessar ferðir eru hugsaðar sem eitt langtímaverkefni og er þessi vefur ætlaður til að halda utan um verkefnið, hugsanlega verður svo annar vefur settur upp fyrir félagsskapinn sérstaklega...

Í framhaldi af ferðinni þá lagði ég það til við hin þrjú að gera meira úr þessum félagsskap og voru öll á sömu línu.  Var svo tekin ákvörðun um stofnun félagsins á stuttum msn-fundi 07.01.07 og skipulögð dagsferð félagsins 13. janúar, Óli Haralds er í námi í Danmörku en er staddur á landinu í jólaleyfi og var því tækifærið notað til að hittast og fara í ferð.  Ferðin var s.s. í gær og var fín, gaman að við hittumst en hópurinn nær vel saman og húmorinn á köflum alveg einstakur... án þess að farið sé eitthvað nánar út í það því þá værum við eflaust stimpluð sem stofnanamatur... Þessi mynd hér að neðan var tekin á heimleið úr ferðinni þegar veðrið var einna síst...

AHÓA 0107

Búast má við að farið verður í einhverjar ferðir á þessu ári þ.s. sumarferð félagsins mun væntanlega standa upp úr...

Ferðirnar í ár munu því bera yfirskriftina "Aránd Æsland 2007" með undirtitlum... Þessar ferðir hafa verið mjög skemmtilegar og gefandi enda fegurð landsins endalaus og félagsskapurinn góður... 

AHÓA...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband