Fyrsta skólavikan búin...

Þá er fyrsta skólavikan búin, ha, já ég sagði "skóóólaaaviiiikaaaan" ("og stóraaaaa kóóóók")...

Ég s.s. var að byrja í skóla í vikunni, Iðnskólanum í Reykjavík, en ég skráði mig þar í nám í nóvember og þá loks eftir að hafa verið að skröltast með ljósmyndun í yfir 20 ár sem brennandi áhugamál þá datt mér í hug að það gæti verið gaman að fara í ljósmyndanám (svo sem pælt í því oft í gegnum árin...) og sjá svo hvert það leiðir mig... svo daginn eftir að ég skráði mig fór ég bara út til Minneapolis með Sigurrós í stutt frí og svo kom desember, jólin og bang!, 28. des borgaði ég skólagjöldin.. þá var þetta sko orðið frekar raunverulegt... Woundering og svo komu áramótin (bang x 10000000000) og svo bara allt í einu skólasetning 4. janúar og þá fór ég að hugsa... "hvað er ég eiginlega að gera hérna!!?" (og leit á allar unglingabólurnar í kringum mig (með fullri virðingu fyrir þeim))... ok... 5 dögum síðar, núna s.l. þriðjudag gat þetta nú varla orðið raunverulegra, þarna sat ég í skólastofu og mér leið hálfpartinn eins og ég ætti að standa upp og segja eitthvað.... ekki bara sitja þarna eins og hin þarna... en sem betur fer var þarna kennari sem tók af skarið... þ.a. jú, ég er víst nemandi... 35 ára gamall nemandi... ok, það er sem betur fer einn og einn nærri mér í aldri þ.a. ég held að ég sé nú ekki algjört "freak" þarna... og það má meira að segja finna einhverja yfir fertugt þarna flokkast undir nemendur þ.a. ég er langt því frá elstur, en yfirleitt samt elstur eða meðal 3ja elstu í hverjum áfanga sem ég er í... ég er í 7 áföngum, 20 einingum... s.s. fullu námi...

Jæja, en þarna s.s. sat ég í skólastofu, með ekkert nema tölvur allan hringinn og þannig er það í öllum stofunum sem ég fór í alla vikuna... hmmm... ok þetta er greinilega orðið svolítið breytt frá því síðast þegar ég var í skóla í FVA þegar ég lærði húsgagnasmíði fyrir 16 árum....  hmmmm.... Ég hálfskammaðist mín fyrir að vera með skriffæri og hvað þá að glósa í stílabók á meðan öll hin pikkuðu bara inn í Notepad... en jæja, svona vildi ég gera þetta, auðveldara að setja örvar hingað og þangað og kassa utan um o.s.frv. í stílabókinni, reyndar þýðir lítið að ýta á delete... sjáum til, kannski verð ég farinn að pikka inn glósur áður en ég veit af...

Mér líst mjög vel á stundatöfluna, reyndar þarf ég að koma einum áfanga út hjá mér á þriðjudögum, ég fresta honum fram á haust, tek hann í fjarnámi, nú eða get kannski fengið hann metinn m.v. starfsreynslu, kemur í ljós, annað kemur þá kannski inn í staðinn til að létta á haustönninni en þá verð ég kannski í um hálfu námi og get unnið þá meira... þannig hef ég þá bæði þriðjudagana og föstudagana alveg fría eftir kl. 10:30 og get þá farið í vinnuna og unnið þar fram á kvöld, svo vinn ég eflaust eitthvað á kvöldin og um helgar þegar ég er ekki að læra.... Sé til hvernig þetta þróast en ég verð áfram með reksturinn en get þá ekki komist yfir eins mikið á meðan ég er í skóla...

Allir áfangarnir hafa eitthvað spennandi efni, misspennandi kannski og eitthvað kann ég nú fyrir. Að hafa unnið við tölvur í 14 ár í sömu eða samskonar forritum og ég er að fara að læra á ætti nú að hjálpa eitthvað til... En sama hvað maður hefur unnið lengi við ýmiss forrit og leikið sér á þá veitir það manni ekki fulla sýn á þetta, ekki síst þegar maður hefur ekki farið á mörg námskeið og það sem ég kann er því að mestu sjálflært og kannski fer maður fyrir fjörð í staðinn fyrir í gegnum göngin í sumu sem maður er að gera....  Maður getur alltaf lært eitthvað nýtt, nýjar vinnuaðferðir o.s.frv.  Það er margt nýtt að læra í þessu þó ég kunni eitthvað og megnið af þessu er alveg nýtt fyrir mér...  Þ.a. þetta verður sko ekki neitt létt og ég tek þessu ekki þannig.  Að byrja svona seint aftur í skóla mun taka á og það eru mikil viðbrigði að fara í nám aftur, þetta er á sinn hátt erfiðara þó maður geti byggt að hluta á einhverri reynslu.... en eitt er ekki spurning, það að vera í námi núna verður miklu skemmtilegra en það var þegar ég var undir tvítugu, a.m.k. í svona skemmtilegu námi, ég held satt best að segja að svona skemmtilegt nám hafi bara ekki verið til fyrir 16 árum..! Og ég tala nú ekki um kennarana, þeir eru allir mjög fínir svona eftir fyrstu kynni og framtíðin lofar bara góðu.  Einn er aldurslaus, hann veit ekki hvaða ár hann var fæddur og hefur gaman af því að tala en það góða við það er að maður hefur jafn gaman að því að hlusta á hann... ég held að hann sé geimvera... Alien fríkaaað... (erum við það ekki öll??)...

stutt í næstu skólaviku...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband