Færsluflokkur: Bloggar
6.1.2007 | 15:55
Fyrri jólin í ár að verða búin...
Það er ekki seinna vænna að óska fólki gleðilegrar restar... nú fer að koma að því að slökkva ljósin sem lýst hafa upp svartasta skammdegið. Jólaskrauti þarf að pakka niður þ.a. skyndilega verður eins og það sé verið að flytja, það verður allt smá tómlegt fyrst eftir að því er lokið... En það má segja að það fylgi því að vera smá feginn því þá þarf maður ekki endalaust að vera að laga jólaseríurnar í gluggunum sem eru alltaf að hrynja niður sökum hræðilega lélegra sogskála frá Rúmfatalagernum... kaupið aðrar, þessar lélegu sogskálar eru seldar víða, í Húsasmiðjunni, Verkfæralagernum o.fl. stöðum, Byko seldi núna mun betri sogskálar en þær bestu sem ég hef keypt fékk ég í Rafkaup fyrir mörgum árum, þær tolla alltaf best en því miður þá hafa þær ekki fengist lengi þar... Já, þetta skiptir máli! ekki síst þegar maður "þarf" að setja um 1000 stykki af þeim í gluggana til að halda jafn mörgum perustæðum...
Það kom loksins skemmtilegur jólasnjór í dag, ekki seinna vænna... Hann má svo sem alveg fara aftur svo framanlega að það rigni ekki, það er löngu búið að fylla upp í rigningarkvótann í vetur...
Ferðinni er nú heitið upp í sveit á álfabrennu við Borgarfjarðarbrú og eftir það býður pabbi okkur ásamt allri sinni nánustu fjölskyldu í mat... það verður bara gaman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 23:36
Welcome to the AmaZone...
Jæja, velkomin á bloggsvæðið mitt sem ég kýs að kalla the AmaZone... en það er skylt mínu tökunafni, Amason. Hvers vegna ekki...?
Ég ákvað að skella upp bloggsvæði fyrir mig þ.s. ég hef stundum svo mikla þörf fyrir að tjá mig... hef reyndar mjög lengi verið á leiðinni með það.. en ok, kannski verður ekkert úr þessu hér en vonandi þó, sjáum til...
Ég hef verið nettengdur frá 1994-5 (ég fjárfesti í 28.8 kb utanáliggjandi módemi sem kostaði bara um 30 þús kr - þávirði) og það tók mig a.m.k. heilt ár að senda fyrsta tölvupóstinn, þetta var svo agalega flókið eitthvað... En mér fannst þetta samt svo bráðsniðugt, að geta bara sent skjöl t.d. með því sem ég hafði hannað í tölvunni í staðinn fyrir að fara ferðir með hannaðar auglýsingar og kynningarefni útprentað á pappír, nú eða bara á diskettu... ég fór ósjaldan með diskettur hingað og þangað með efni á eða setti í umslag og sendi í hefðbundnum bréfapósti, þannig var maður eiginlega kominn hálfa leið í tölvupóstinn... Svo ætlaði ég nú heldur betur að setja upp vefsíðu fyrir mig og það má eiginlega segja að ég sé ekki ennþá búinn að því, ég er alltaf aaaalveg að fara að setja eitthvað upp.. þó setti ég reyndar upp einhvern vef sem var undirsíða hjá einhverju útlendu fyrirtæki... ég fékk vefsvæðið og hugbúnaðinn ókeypis á geisladiski sem fylgdi tölvuskjá sem ég keypti einhvern tímann í lok síðustu aldar... Svo hef ég svo sem verið með illa skipulögð myndaalbúm hér og þar þ.s. myndavalið hefur verið afskaplega tilviljanakennt! Ég keypti reyndar lénið amason.is sem ég ætlaði aðallega til að kynna fyrirtækið mitt Amason.. en ég ætlaði að koma þar líka fyrir persónulegum vef... Ég afrekaði það þó að setja þar helstu upplýsingar um fyrirtækið... Þetta er snilldarvefur þó ég segi sjálfur frá, fólk sem kemur inn á vefinn þarf ekki að kljást við nein vandamál, engin hætta á því að villast og ALLT kemst vel til skila án þess að vefurinn steli brjálæðislega löngum tíma frá fólki... ef þú hefur ekki ennþá kíkt á vefinn þá hvet ég þig að skella þér bara strax á www.amason.is og skoða þetta. Þarna má finna upplýsingar um fyrirtækið, ljósmyndir og ég veit ekki hvað!!! Eftir að þú hefur kíkt á vefinn þá veistu sennilega hvað ég er að tala um... Ég er s.s. ennþá á leiðinni að koma mér upp persónulegum vef og blogg hefur verið á stefnuskránni hjá mér frá því einhvern tímann..
Já... okok, ég er nú kominn langleiðina til Hveragerðis og hef farið út á ýmsa afleggjara á leiðinni í þessari fyrstu bloggfærslu minni... Ég ætlaði eiginlega bara að skrifa nokkur orð svo ég sé nú bara byrjaður á þessu og það sem ég vildi eiginlega bara segja er....
HALLÓ!
Ég er bara ég, þú ert bara þú
ég er bara mynd...
to be continued...
Bloggar | Breytt 6.1.2007 kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)