Amason

Ég er fæddur í Reykjavík 1971 en fluttist í Borgarfjörð vestri með fjölskyldu minni 3ja ára og ólst upp í sveitinni þar til ég taldi mig vera nálægt því að vera fullorðinn. Ég hef unnið, verið í skóla og búið á nokkrum stöðum.

Ég kynntist konunni minni, Sigurrós Gísladóttur þegar ég fór til Hafnar í Hornafirði að vinna í saltfiskverkun sumarið 1988 þá vorum við bæði 16, hún nýorðin og ég að verða 17. Við eigum tvö frábær börn, Örnu Rós f. 1997 og Aron Andra f. 2003.
Við höfum búið í Reykjavík, fyrst í Berjarima í Grafarvogi en búum nú á frábærum stað í Grafarholti í parhúsi sem við byggðum ásamt bróður mínum.

Ég hef rekið fyrirtæki frá 1993 sem bauð fyrstu árin upp á bola- og húfuáprentun, ljósritunarþjónustu, auglýsingagerð, smáprent, nafnspjalda- og boðskortagerð, sölu á ljósmyndavörum og myndarömmum, límmerkingar og skiltagerð en ég sérhæfði mig í límmerkinga og skiltagerð síðustu 7 árin eftir að ég hætti sem deildastjóri í Pennanum eftir 4 og hálft ár 1997-2001. Seint árið 2006 ákvað ég svo að gera ljósmyndun að minni atvinnu og fór þá í nám en hélt þó áfram með skiltagerðarverkstæðið fram á haust 2008.

Ég lærði Húsgagnasmíði á sínum tíma í Fjölbraut á Akranesi en ákvað svo í lok árs 2006 að fara aftur í skóla og stunda nám í ljósmyndun í Iðnskólanum í Reykjavík þ.s. ég útskrifaðist vorið 2008 og fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á sviði ljósmyndunar. Ég tók svo einnar annar viðbótarnám sem boðið var upp á fyrir eldri nemendur haustið 2008 í Tækniskólanum. Meðaleinkunn mín þessar fjórar annir í Iðnskólanum/Tækniskólanum á upplýsinga-/og fjölmiðlabraut/Ljósmyndun var 9,7 sem ég er mjög stoltur af.
Haustið 2008 tók ég svo 10 vikna námskeið hjá snillingnum Brooks Walker ásamt félögum mínum í Fóton, ljósmyndafélagi.
Þegar ég ákvað að fara í ljósmyndanámið í lok árs 2006 var ég ákveðinn í að sækja um í Listaháskólanum fyrir haustið 2008 á myndlistarsviði og vinna þar með ljósmyndunina enn frekar. Ég ákvað svo að bíða með það, klára fyrst námssamning og sá svo til seinna með það.

Ljósmyndun hefur verið mitt aðaláhugamál og lífstíll frá fermingu. Ég var formaður ljósmyndafélagsins í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Frá 1999 hef ég verið í 3 ljósmyndahópum/félögum frá stofnun þeirra; Fókus, ljósmyndafélagi (1999-2008), AHÓA sem er góður fjögurra manna ljósmyndahópur (2005-?) (www.aroundiceland.com) og Fóton, ljósmyndafélagi (2008-?) sem var stofnað af öllum 12 útskriftarnemendum í ljósmyndun vorið 2008. Það þótti sjálfsagt framhald að stofna félagsskap utan um hópinn okkar úr skólanum enda er um einstakan hóp að ræða sem nær mjög vel saman og mórallinn frábær.
Ég fer reglulega í ljósmyndaferðir allan ársins hring innanlands. Ég fer sjaldnast einn heldur oftast með vinum og kunningjum í ljósmyndahópunum ég er í.

Ég hef mjög gaman að því að ferðast, bæði innanlands og erlendis en ferðalög innanlands eru algengari. Ísland má segja er mikið áhugamál hjá mér enda nýt ég mín mjög vel úti í íslenskri náttúru og þá að sjálfsögðu með myndavélina, það gefur mér mikið og þá ekki síður með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi t.d. í tjaldað í náttúrunni í fallegu sumarveðri. Fegurð landsins er endalaus, ég hvet alla að taka upp myndavél og skoða landið með henni, takið myndir af landinu, þannig lærir fólk að meta landið betur, a.m.k. var það þannig hjá mér, eins það að hafa alist upp í sveit kenndi mér að meta landið og náttúruna, fyrir það er ég þakklátur. Að lokum vil ég nefna hönnun sem eitt af mínum áhugamálum, ég hef mjög gaman að margvíslegri hönnun og hér áður fyrr þá langaði mig til að gerast húsgagnahönnuður. Allskonar sköpun höfðar til mín.. þannig er nú það...

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Arnar Már Hall Guðmundsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband