John Doe...

Það er nú ekki á hverjum degi sem einhverjum "meðal-Jóni" eins og mér gefst tækifæri á að vera dreginn skyndilega inn í ævintýranlega atburðarrás sem á nú bara heima í amerískum spennuþáttum eins og John Doe eða hvað þeir nú heita þessir dularfullu spennuþrungnu þættir.. nú eða bíómyndum eins og Tortímandanum þ.s. dularfull vöðvastælt mannvera birtist skyndilega allsnakin í miðju húsasundi eða úti á miðri götu... já ég skal segja ykkur það.. ég fékk minn skerf af þessu ævintýri ævintýranna í dag...
Ég var á rólegri keyrslu á stóra blásanseraða sportbílnum mínum (okok, en Yarisinn er nú RISAsmár!) eftir götum Reykjavíkur í hádeginu í dag, 27. desember, með 3ja daga Bruce Willis brodda á skalla og andliti frá aðfangadegi, nýkominn af ánægjulegum fundi þar sem ég sat að samningaborði við Baugsveldið (alltílagiþá... ég var bara við búðarkassa að skila bókum í Bónus.. og jájá, ég sat ekki ég stóð við kassann.. smámunasemin...huh..).. En jæja, ég var s.s. að keyra inn í eitt af 1287 hringtorgunum í Reykjavík, við skulum ekkert vera að tilgreina hvar nákvæmlega (til að vernda hina saklausu) en ég fór s.s. í ytri hring þ.s. ég fór strax út úr því á næstu afrein og þar lenti ég s.s. inn í þessu ævintýri.. skyndilega stökk þar fyrir bílinn maður, vöðvastæltur, nakinn með lýsandi rauð augu... (óóókeiþá, gamall maður stóð þá bara þarna úti á miðri götu (heppni að ekki var keyrt á hann) og ég sveigði framhjá og stoppaði, hann var í jakkafötum og snyrtilegur fara) Ég stoppaði bílinn þ.s. ég sá að hann vantaði einhverja aðstoð, ég sagði honum strax að það væri stórhættulegt að stoppa þarna, rétt nýkominn út úr hringtorginu, hann sat þá ekki við orðin tóm og skellti sér inn í bílinn... með snarræði tókst mér að sópa úr sætinu gemsanum, geisladiski og öðru smáræði áður en hann lenti í sætinu og náði svo í gemsann aftur á gólfið og keyrði af stað.. ég spurði hann svo hvert hann væri að fara og hann sagðist vera að fara niður í bæ, ég sagði að ég væri nú ekki að fara svo langt en fljótlega kom nú í ljós að hann vissi ekki alveg hvert hann væri að fara eða hvaðan hann var að koma.. ég fór því inn á bílaplan hjá næstu bensínstöð og þar nefndi hann eitt heimilisfang og hann væri að fara þangað.... og hann væri reyndar að koma þaðan líka... duuduududududuuuduuuuduuu.... nú var þetta orðið eins og gömlu þættirnir "The Twilight Zone"... Málið var svo að þetta heimilisfang sem hann nefndi var ekki einu sinni niðri í bæ heldur ekki svo langt frá okkur og ég sagði að við gætum nú alveg fundið það og spurði hvort hann hefði verið þar, hann sagði að hann væri með bíl þar. Ok hugsaði ég með mér... ekki leist mér á að keyra honum og finna einhvern bíl sem hann vissi ekki hvar væri, hvert hann væri að fara, hvaðan hann væri að koma, jafnvel hver hann væri, hvernig bíll þetta væri nema hann hélt jú að þetta væri grá Toyota... Hvað átti gamall maður að gera með gráa Toyotu með ekki meiri vitneskju en þetta? Ok, mér fannst a.m.k. byrjun að finna bílinn.. Honum fannst þetta voðalega leiðinlegt og sagði að hann dytti stundum svona út, ég sagði að þetta væri í góðu lagi, við myndum finna út úr þessu...
Ég var líka að reyna að finna út úr því hvort hann væri að koma úr einhverju húsi, hann talaði þá um eitthvað félagsheimili eða eitthvað og einhverjar framkvæmdir... Svo fundum við að lokum heimilisfangið sem hann nefndi í byrjun, eða ég reyndar.. þetta var blokk.. ég var þá áður búinn að spyrja hvort þetta væri grá Toyota Corolla og hann sagði að hann héldi að þetta væri ekki Corolla... hmmmm
Við keyrðum þarna inn á bílaplan við blokk og viti menn þar voru tvö stykki gráar Toyota Corolla... Maðurinn vildi ekkert kannast við húsið og aðspurður sagðist hann ekki hafa verið að koma úr húsinu heldur bara hafa komið þar við, ég var að reyna að spyrja hvort hann þekkti einhvern þar... þetta var allt frekar dularfullt... en svo fórum við út úr bílnum og við gengum á milli bílanna og hann sagðist nú ekki kannast við þessa bíla, gekk svo að einhverjum Renault eða einhverjum öðrum bílum þarna og hélt alltaf á einhverjum lyklum, ég spurði hann hvort hann væri þá ekki með lyklana svo við gætum þá bara fundið út úr þessu.. (þó svo að mér leist nú ekkert á að hann færi að keyrandi eitthvað blessaður maðurinn í þessu ástandi... ég vildi bara koma einhverju öðru púsli fyrir í þessu púsluspili þ.s. ég var a.m.k. búinn að finna þetta heimilisfang) Hann sagði að þetta væru bíllyklarnir og sýndi mér þá... uuu ég sagði þá neinei, þetta eru húslyklar, ertu ekki með þá í einhverjum vasa.. hann leitaði þá í öllum vösum og fann hvergi og skyldi ekki í því og sagði svo að þetta ættu nú að vera lyklarnir af bílnum, s.s. húslyklarnir... hmmm ég spurði hann áfram og var búinn að spyrja hann nokkrum sinnum hvort hann hafi ekki verið í þessari blokk eða þekkti engan í þessari blokk sem við stóðum fyrir utan, hann sagðist ekki hafa verið þar eða kannast neitt við þá blokk... hmmm, nú bara var ég orðinn nokkuð ráðþrota.. hvað átti ég að gera.. ætlaði að fara að yfirheyra manninn og reyna að fá nöfn og jafnvel símanúmer næst ef hann gæti munað það.. Næst hefði ég svo hringt á lögregluna en ég vildi ekki gera það fyrr en ég hefði reynt allt sem ég gæti til að hjálpa greyið manninum þ.s. lögregluhjálp getur kannski virkað frekar niðurlægjandi.  Annars var hann nú bara nokkuð hress karlinn... En svo skyndilega þar sem við vorum ráfandi þarna um á bílaplaninu kemur gömul kona í útidyrnar á blokkinni og kallar til okkar... við göngum til hennar og ég spyr hana hvort hún þekki manninn, hún kallar til hans "ertu nú orðinn alveg ruglaður?".. svo kemur maðurinn til okkar og segir við mig "Þetta er konan mín".... og gengur inn, þarna voru fagnaðarfundir um stund, gamla fólkið þakkar mér vel og innilega fyrir og ég var bara sæll og glaður að hafa getað komið þeim til hjálpar... og keyrði svo á brott á RISAsmáa Yarisnum mínum að loknu góðverki dagsins....
Eftir á að hyggja þá einhvern veginn efast ég um að maðurinn hafi keyrt bíl í langan tíma og ég hugsa að hann hafi staðsett sig tímalega á mismunandi tímaskeiði á nokkrum árum s.l. 10-20 árum eða svo, verið með flest svona sem eðlilegt er á hreinu nema ekki ákveðin heiti og staði og gleymt flestu en sem betur fer mundi hann eftir konunni sinni, hann var samt alveg eðlilegur í tali. Þetta er vafalaust erfiður sjúkdómur... spurningin er bara hvað hann var að gera þarna einn úti á hálfgerðri hraðbraut í Reykjavík á STÓRhættulegum stað, kannski "datt hann út" í miðjum göngutúr... ég skil ekki að aðrir hafi ekki stoppað á undan mér og vil ekki hugsa það lengra ef ég hefði ekki stoppað... Þetta með ævintýrið var nú eiginlega bara svona á léttu nótunum þ.s. þetta fór nú allt vel að lokum.. Ótrúlegt hvað mér fannst þetta lítið stressandi þó að svona fyrirfram hefði maður kannski haldið að það væri það að "lenda í svona" aðstæðum.
Allt er gott sem endar vel...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábært hjá þér að bjarga manninum, það eru ekki allir sem myndu hleypa ókunnugum manni upp í bílinn hjá sér. Góðverk dagsins.

Guðríður Haraldsdóttir, 27.12.2007 kl. 16:13

2 Smámynd: steinimagg

Þetta var flott hjá þér, það er sorglegt hvað margir bruna bara fram hjá þeim sem þurfa hjálp.

Gleðilegt ár.

steinimagg, 1.1.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband